Handbolti

Róbert og Arnór kvöddu Frakkland með gulli og silfri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Róbert fagnar franska meistaratitlinum.
Róbert fagnar franska meistaratitlinum. vísir/getty
Lokaumferðin í frönsku úrvalsdeildinni í handknattleik fór fram í kvöld.

PSG var fyrir löngu búið að tryggja sér meistaratitilinn og endaði tímabilið á því að tapa á heimavelli, 31-32, fyrir AIX. Þetta var kveðjuleikur Róberts Gunnarssonar með PSG og hann fékk ekki að spila í kveðjuleiknum frekar en síðustu mánuði.

Arnór Atlason og félagar í St. Raphael fengu silfrið en það var klárt fyrir leikinn gegn Cesson-Rennes í kvöld. Það var hörkuleikur sem endaði með 27-27 jafntefli.

Líkt og Róbert var Arnór að kveðja sitt lið í kvöld en þeir eru báðir á leið til Danmerkur í sumar. Arnór skoraði 2 mörk í 5 skotum í kveðjuleiknum.

Íslendingaliðið Nimes tapaði svo fyrir Nantes, 33-28. Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað og Snorri Steinn Guðjónsson gat ekki spilað vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×