Handbolti

Engin þreytumerki á Kiel sem burstaði Eisenach

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð Gíslason þjálfar Kiel.
Alfreð Gíslason þjálfar Kiel. vísir/getty
Kiel gjörsamlega valtaði yfir Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, en lokatölur urðu 31-19.

Kiel byrjaði af miklum krafti og sýndi engin þreytumerki þrátt fyrir að liðið hafi spilað tvo leiki í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar um helgina.

Þeir leiddu með níu mörkum í hálfleik, 16-7, og héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik. Að endingu varð munurinn tólf mörk, 31-19.

Rune Dahmke, Niclas Ekberg og Domagoj Duvnjak skoruðu allir fimm mörk fyrir Kiel. Alfreð Gíslason þjálfar lið Kiel.

Kiel er í þriðja sæti deildarinnar með 48 stig, en Rhein-Neckar Löwen er á toppnum með 54 stig og eru með pálmann í höndunum. Flensburg er í öðru sætinu með 53 stig.

Ólafur Bjarki Ragnarsson komst ekki á blað hjá ThSV Eisenach, en Eisenach er í sextánda sætinu og eru á leið niður í B-deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×