Handbolti

Núna getur þú upplifað að dæma í Meistaradeildinni | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dómararnir sem dæmdu leikina fjóra á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í handbolta voru allir með myndavél á bringunni sem gaf skemmtilega innsýn inn í hvernig það er að dæma handboltaleiki í bestu deild heims.

Íslenska dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson tóku þátt í verkefninu en þeir dæmdu leikinn um þriðja sætið á milli Kiel og Paris Saint-Germain og stóðu sig frábærlega.

Heimasíða evrópska handknattleikssambandsins er búin að taka sama brot úr undanúrslitaleikjunum tveimur þar sem má sjá hvað kom dómurunum fyrir sjónir í leikjum Kiel og Veszprém annars vegar og Kielce og PSG hinsvegar.

Það var svo Kielce sem stóð uppi sem Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir ævintýralegan sigur á Aroni Pálmarssyni og félögum í Veszprém í úrslitaleiknum á sunnudaginn.

Myndbandið úr dómaramyndavélunum má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×