Innlent

Lögreglan á Akureyri var í því að sinna hávaðaútköllum síðastliðna nótt

Birgir Olgeirsson skrifar
Kvörtunum hefur rignt yfir lögregluna á Akureyri eftir að Bíladagar hófust.
Kvörtunum hefur rignt yfir lögregluna á Akureyri eftir að Bíladagar hófust. Vísir/Pjetur
Mestur tími lögreglunnar á Akureyri fór í að sinna útköllum vegna hávaðatilkynninga síðastliðna nótt. Bíladagar á Akureyri hófust á miðvikudag en Jón Valdimarsson lögregluvarðstjóri sagði í gær að mikið ónæði og hraðakstur hefði verið á götum bæjarins aðfaranótt fimmtudags.

Sagði hann kvörtunum hafa rignt yfir lögreglu vegna þeirra ökumann sem koma á kraftmiklum bílum til Akureyrar til að vera viðstaddir Bíladaga. Lítið dró úr þeim kvörtunum síðastliðna nótt en hátíðinni lýkur á sunnudag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×