Innlent

Kvörtunum rignir yfir lögregluna á Akureyri vegna Bíladaga

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Bíladagar fara nú fram á Akureyri.
Bíladagar fara nú fram á Akureyri. Vísir/Auðunn
Akureyringar eru margir hverjir þreyttir á gestum Bíladaga sem þar hófust í gær.

Jón Valdimarsson lögregluvarðstjóri segir að þrátt fyrir að bílaklúbburinn hafi búið til sérstakt svæði þar sem ökumenn mega spóla að vild þá sé mikið ónæði og hraðakstur á götum bæjarins. Segir hann hávaða í óeðlilegum pústkerfum og kappakstur valda truflun og áhyggjum.

„Það er bara talsverður erill í kringum umferðina og það rignir yfir okkur kvörtunum út af alls konar spóli og tilheyrandi hraðakstri innanbæjar og utan. En við höfum verið sem sagt mjög duglegir uti á vegunum og það er búið að taka ótrúlega marga fyrir of hraðan akstur. Ég get nú ekki sagt nákvæma tölu en menn mega taka sig á í umferðinni,“ segir Jón í samtali við fréttastofu.

Bíladögum lýkur á sunnudag en dagskrá þeirra má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×