Handbolti

Vranjes hafnaði Svíum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vranjes í leik með Flensburg.
Vranjes í leik með Flensburg. vísir/getty
Handboltaþjálfarinn Ljubomir Vranjes er nú búinn að leika sama leik við Svía og hann gerði við Íslendinga.

Hann hafnaði boði HSÍ um að taka við íslenska landsliðinu fyrr á árinu. Þá töldu margir að hann hefði sagt nei þar sem hann ætlaði sér að taka við sænska landsliðinu í lok sumars.

Ola Lindgren og Staffan Olsson hætta með sænska liðið eftir Ólympíuleikana.

Vranjes var vissulega í viðræðum við Svía en hefur nú hafnað sænska handknattleikssambandinu og ætlar að einbeita sér alfarið að því að þjálfa Flensburg.

„Ég er mjög stoltur af því að hafa fengið boð um að þjálfa landsliðið en það verður einhver annar að taka þetta að sér,“ sagði Vranjes.

„Við ræddum saman en ég er með samning við Flensburg til 2020 og þar er ekkert ákvæði um að ég geti tekið að mér landslið samhliða minni vinnu fyrir Flensburg.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×