John Oliver gerir lítið úr íslenska Álfaskólanum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júní 2016 12:38 John Oliver lét Álfaskólann finna fyrir því í þætti sínum um peninga. Vísir John Oliver, þáttastjórnandi Last Week Tonight, þykir ekki mikið til Álfaskólans í Reykjavík koma og gerði miskunnarlaust grín að álfamenntun í nýjasta þætti sínum. Oliver sagðist geta gefið áhorfendum sínum jafn gott og gilt skírteini og fæst eftir kúrs í Álfaskólanum og hægt væri að prenta það út án endurgjalds á vefsíðu Last Week Tonight. Hinn íslenski Álfaskóli er staðsettur í Síðumúla en var stofnaður árið 1991. Ummæli Olivers komu í kjölfar þess að birt var klippa úr þætti fjármálaráðgjafans Suze Orman en þáttur Olivers að þessu sinni fjallaði um peninga og lífeyri. Þar gefur Orman fólki sem hringir inn ráðleggingar um hvort það eigi efni á hinu og þessu sem það hefur augastað á. Ein konan sem hringir inn spyr hvort hún geti varið fjögur þúsund dollurum í að uppfylla draum sinn um að heimsækja „The Elf School“ eða Álfaskólann í Reykjavík. „Ég vil kaupa námskeið erlendis á Íslandi. Mig langar að fara í hinn fræga Álfaskóla og fá skírteini þess efnis að ég sé Álfagreinir,“ segir konan. „Hafnað,“ segir Orman með dæmandi svip.Lág skólagjöld í Álfaskólann Brotið er úr þætti Orman frá árinu 2009 og þar spyr Orman hreinlega konuna hvort hún sé að grínast. Konan segist hins vegar engan veginn vera að grínast, skírteini frá Álfaskólanum myndi reynast henni mjög praktískt. Hér má sjá Suze Orman og konuna sem hefur áhuga á álfunum á Íslandi ræða saman um það hvort hún hafi raunverulega efni á því að sækja skólann heim. „Auðvitað hafnar hún henni,“ segir Oliver eftir að brotið er spilað. „Af því að enginn ætti að vera að eyða fjögur þúsund dollurum í að fá skírteini sem Álfagreinir. Raunar, ef þú ferð inn á lastweektonight.com, geturðu prentað út frítt, opinbert skírteini sem Álfagreinir sem er, og ég lofa þér því, alveg jafngilt og skírteini sem fæst eftir hina dýrustu menntun greiningu á álfum. Farðu nú og reyndu að greina álfa.“ Fjögurþúsund dollarar eru nánast fimm hundruð þúsund íslenskra króna. Það eru þó alls ekki svo há skólagjöld í Álfaskólann í raun en í raun er um fræðslunámskeið að ræða um trú Íslendinga á álfa og hulduverur. Ein kennslustund kostar aðeins rétt rúmar sex þúsund krónur að fá þrjá til fjóra tíma í Álfaskólanum á kennslutíma. Komist áhugasamir ekki á fyrirfram ákveðnum kennslutíma skólans er hægt að borga um tuttugu þúsund krónur og fá sértíma sem hentar betur. Því má gera ráð fyrir að konan sem hringdi til Orman hafi reiknað út flugverð og uppihald í Reykjavík á meðan á skólavistinni stæði. Skólinn gefur vissulega út skírteini í lok kennslustundarinnar. Fjölmargar kennslustundir eru fyrirhugaðar á árinu auk þess sem skólinn hefur gefið út sérstaka kennslubók í álfafræðum. Í lok þáttar Johns Oliver fær þó Álfaskólinn uppreisn æru en Kristin Chenoweth segist í ímyndaðri auglýsingu um lífeyri elska álfa og spyr hver myndi ekki vilja ferðast til Reykjavíkur. John Oliver er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum. Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sjá meira
John Oliver, þáttastjórnandi Last Week Tonight, þykir ekki mikið til Álfaskólans í Reykjavík koma og gerði miskunnarlaust grín að álfamenntun í nýjasta þætti sínum. Oliver sagðist geta gefið áhorfendum sínum jafn gott og gilt skírteini og fæst eftir kúrs í Álfaskólanum og hægt væri að prenta það út án endurgjalds á vefsíðu Last Week Tonight. Hinn íslenski Álfaskóli er staðsettur í Síðumúla en var stofnaður árið 1991. Ummæli Olivers komu í kjölfar þess að birt var klippa úr þætti fjármálaráðgjafans Suze Orman en þáttur Olivers að þessu sinni fjallaði um peninga og lífeyri. Þar gefur Orman fólki sem hringir inn ráðleggingar um hvort það eigi efni á hinu og þessu sem það hefur augastað á. Ein konan sem hringir inn spyr hvort hún geti varið fjögur þúsund dollurum í að uppfylla draum sinn um að heimsækja „The Elf School“ eða Álfaskólann í Reykjavík. „Ég vil kaupa námskeið erlendis á Íslandi. Mig langar að fara í hinn fræga Álfaskóla og fá skírteini þess efnis að ég sé Álfagreinir,“ segir konan. „Hafnað,“ segir Orman með dæmandi svip.Lág skólagjöld í Álfaskólann Brotið er úr þætti Orman frá árinu 2009 og þar spyr Orman hreinlega konuna hvort hún sé að grínast. Konan segist hins vegar engan veginn vera að grínast, skírteini frá Álfaskólanum myndi reynast henni mjög praktískt. Hér má sjá Suze Orman og konuna sem hefur áhuga á álfunum á Íslandi ræða saman um það hvort hún hafi raunverulega efni á því að sækja skólann heim. „Auðvitað hafnar hún henni,“ segir Oliver eftir að brotið er spilað. „Af því að enginn ætti að vera að eyða fjögur þúsund dollurum í að fá skírteini sem Álfagreinir. Raunar, ef þú ferð inn á lastweektonight.com, geturðu prentað út frítt, opinbert skírteini sem Álfagreinir sem er, og ég lofa þér því, alveg jafngilt og skírteini sem fæst eftir hina dýrustu menntun greiningu á álfum. Farðu nú og reyndu að greina álfa.“ Fjögurþúsund dollarar eru nánast fimm hundruð þúsund íslenskra króna. Það eru þó alls ekki svo há skólagjöld í Álfaskólann í raun en í raun er um fræðslunámskeið að ræða um trú Íslendinga á álfa og hulduverur. Ein kennslustund kostar aðeins rétt rúmar sex þúsund krónur að fá þrjá til fjóra tíma í Álfaskólanum á kennslutíma. Komist áhugasamir ekki á fyrirfram ákveðnum kennslutíma skólans er hægt að borga um tuttugu þúsund krónur og fá sértíma sem hentar betur. Því má gera ráð fyrir að konan sem hringdi til Orman hafi reiknað út flugverð og uppihald í Reykjavík á meðan á skólavistinni stæði. Skólinn gefur vissulega út skírteini í lok kennslustundarinnar. Fjölmargar kennslustundir eru fyrirhugaðar á árinu auk þess sem skólinn hefur gefið út sérstaka kennslubók í álfafræðum. Í lok þáttar Johns Oliver fær þó Álfaskólinn uppreisn æru en Kristin Chenoweth segist í ímyndaðri auglýsingu um lífeyri elska álfa og spyr hver myndi ekki vilja ferðast til Reykjavíkur. John Oliver er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum.
Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið