John Oliver gerir lítið úr íslenska Álfaskólanum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júní 2016 12:38 John Oliver lét Álfaskólann finna fyrir því í þætti sínum um peninga. Vísir John Oliver, þáttastjórnandi Last Week Tonight, þykir ekki mikið til Álfaskólans í Reykjavík koma og gerði miskunnarlaust grín að álfamenntun í nýjasta þætti sínum. Oliver sagðist geta gefið áhorfendum sínum jafn gott og gilt skírteini og fæst eftir kúrs í Álfaskólanum og hægt væri að prenta það út án endurgjalds á vefsíðu Last Week Tonight. Hinn íslenski Álfaskóli er staðsettur í Síðumúla en var stofnaður árið 1991. Ummæli Olivers komu í kjölfar þess að birt var klippa úr þætti fjármálaráðgjafans Suze Orman en þáttur Olivers að þessu sinni fjallaði um peninga og lífeyri. Þar gefur Orman fólki sem hringir inn ráðleggingar um hvort það eigi efni á hinu og þessu sem það hefur augastað á. Ein konan sem hringir inn spyr hvort hún geti varið fjögur þúsund dollurum í að uppfylla draum sinn um að heimsækja „The Elf School“ eða Álfaskólann í Reykjavík. „Ég vil kaupa námskeið erlendis á Íslandi. Mig langar að fara í hinn fræga Álfaskóla og fá skírteini þess efnis að ég sé Álfagreinir,“ segir konan. „Hafnað,“ segir Orman með dæmandi svip.Lág skólagjöld í Álfaskólann Brotið er úr þætti Orman frá árinu 2009 og þar spyr Orman hreinlega konuna hvort hún sé að grínast. Konan segist hins vegar engan veginn vera að grínast, skírteini frá Álfaskólanum myndi reynast henni mjög praktískt. Hér má sjá Suze Orman og konuna sem hefur áhuga á álfunum á Íslandi ræða saman um það hvort hún hafi raunverulega efni á því að sækja skólann heim. „Auðvitað hafnar hún henni,“ segir Oliver eftir að brotið er spilað. „Af því að enginn ætti að vera að eyða fjögur þúsund dollurum í að fá skírteini sem Álfagreinir. Raunar, ef þú ferð inn á lastweektonight.com, geturðu prentað út frítt, opinbert skírteini sem Álfagreinir sem er, og ég lofa þér því, alveg jafngilt og skírteini sem fæst eftir hina dýrustu menntun greiningu á álfum. Farðu nú og reyndu að greina álfa.“ Fjögurþúsund dollarar eru nánast fimm hundruð þúsund íslenskra króna. Það eru þó alls ekki svo há skólagjöld í Álfaskólann í raun en í raun er um fræðslunámskeið að ræða um trú Íslendinga á álfa og hulduverur. Ein kennslustund kostar aðeins rétt rúmar sex þúsund krónur að fá þrjá til fjóra tíma í Álfaskólanum á kennslutíma. Komist áhugasamir ekki á fyrirfram ákveðnum kennslutíma skólans er hægt að borga um tuttugu þúsund krónur og fá sértíma sem hentar betur. Því má gera ráð fyrir að konan sem hringdi til Orman hafi reiknað út flugverð og uppihald í Reykjavík á meðan á skólavistinni stæði. Skólinn gefur vissulega út skírteini í lok kennslustundarinnar. Fjölmargar kennslustundir eru fyrirhugaðar á árinu auk þess sem skólinn hefur gefið út sérstaka kennslubók í álfafræðum. Í lok þáttar Johns Oliver fær þó Álfaskólinn uppreisn æru en Kristin Chenoweth segist í ímyndaðri auglýsingu um lífeyri elska álfa og spyr hver myndi ekki vilja ferðast til Reykjavíkur. John Oliver er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum. Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
John Oliver, þáttastjórnandi Last Week Tonight, þykir ekki mikið til Álfaskólans í Reykjavík koma og gerði miskunnarlaust grín að álfamenntun í nýjasta þætti sínum. Oliver sagðist geta gefið áhorfendum sínum jafn gott og gilt skírteini og fæst eftir kúrs í Álfaskólanum og hægt væri að prenta það út án endurgjalds á vefsíðu Last Week Tonight. Hinn íslenski Álfaskóli er staðsettur í Síðumúla en var stofnaður árið 1991. Ummæli Olivers komu í kjölfar þess að birt var klippa úr þætti fjármálaráðgjafans Suze Orman en þáttur Olivers að þessu sinni fjallaði um peninga og lífeyri. Þar gefur Orman fólki sem hringir inn ráðleggingar um hvort það eigi efni á hinu og þessu sem það hefur augastað á. Ein konan sem hringir inn spyr hvort hún geti varið fjögur þúsund dollurum í að uppfylla draum sinn um að heimsækja „The Elf School“ eða Álfaskólann í Reykjavík. „Ég vil kaupa námskeið erlendis á Íslandi. Mig langar að fara í hinn fræga Álfaskóla og fá skírteini þess efnis að ég sé Álfagreinir,“ segir konan. „Hafnað,“ segir Orman með dæmandi svip.Lág skólagjöld í Álfaskólann Brotið er úr þætti Orman frá árinu 2009 og þar spyr Orman hreinlega konuna hvort hún sé að grínast. Konan segist hins vegar engan veginn vera að grínast, skírteini frá Álfaskólanum myndi reynast henni mjög praktískt. Hér má sjá Suze Orman og konuna sem hefur áhuga á álfunum á Íslandi ræða saman um það hvort hún hafi raunverulega efni á því að sækja skólann heim. „Auðvitað hafnar hún henni,“ segir Oliver eftir að brotið er spilað. „Af því að enginn ætti að vera að eyða fjögur þúsund dollurum í að fá skírteini sem Álfagreinir. Raunar, ef þú ferð inn á lastweektonight.com, geturðu prentað út frítt, opinbert skírteini sem Álfagreinir sem er, og ég lofa þér því, alveg jafngilt og skírteini sem fæst eftir hina dýrustu menntun greiningu á álfum. Farðu nú og reyndu að greina álfa.“ Fjögurþúsund dollarar eru nánast fimm hundruð þúsund íslenskra króna. Það eru þó alls ekki svo há skólagjöld í Álfaskólann í raun en í raun er um fræðslunámskeið að ræða um trú Íslendinga á álfa og hulduverur. Ein kennslustund kostar aðeins rétt rúmar sex þúsund krónur að fá þrjá til fjóra tíma í Álfaskólanum á kennslutíma. Komist áhugasamir ekki á fyrirfram ákveðnum kennslutíma skólans er hægt að borga um tuttugu þúsund krónur og fá sértíma sem hentar betur. Því má gera ráð fyrir að konan sem hringdi til Orman hafi reiknað út flugverð og uppihald í Reykjavík á meðan á skólavistinni stæði. Skólinn gefur vissulega út skírteini í lok kennslustundarinnar. Fjölmargar kennslustundir eru fyrirhugaðar á árinu auk þess sem skólinn hefur gefið út sérstaka kennslubók í álfafræðum. Í lok þáttar Johns Oliver fær þó Álfaskólinn uppreisn æru en Kristin Chenoweth segist í ímyndaðri auglýsingu um lífeyri elska álfa og spyr hver myndi ekki vilja ferðast til Reykjavíkur. John Oliver er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum.
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira