Handbolti

Aron bestur í maí hjá EHF

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron og félagar þurftu að sætta sig við silfrið í Meistaradeild Evrópu.
Aron og félagar þurftu að sætta sig við silfrið í Meistaradeild Evrópu. vísir/getty
Aron Pálmarsson, leikmaður Veszprém, var valinn leikmaður maímánaðar hjá EHF, evrópska handknattleikssambandinu.

Aron spilaði frábærlega með Veszprém á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í Köln síðustu helgina í maí og var valinn besti leikmaður hennar.

Sjá einnig: Aron í áfalli: Mér er alveg sama um þessi verðlaun

Verðlaunin voru sárabót fyrir Aron en Veszprém tapaði fyrir Kielce í úrslitaleiknum eftir vítakastkeppni. Ungverska liðið kastaði frá sér sigrinum en það leiddi með níu mörkum þegar 15 mínútur voru til leiksloka.

Aron skoraði 10 mörk í leikjunum tveimur í Köln og alls gerði hann 60 mörk í Meistaradeildinni í vetur.

Sænski leikstjórnandinn Isabelle Gulldén var valin leikmaður maí-mánaðar í kvennaflokki en hún leiddi rúmenska liðið CSM Bucuresti til sigurs í Meistaradeildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×