Heimir: Menn voru bara að missa sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2016 12:45 Heimir Hallgrímsson stýrir æfingu í góða veðrinu í Annecy í dag. vísir/vilhelm „Auðvitað eru allir þreyttir og það er smá spennufall í hópnum en það er ekki annað hægt en að líða mjög vel núna,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, við Vísi eftir æfingu strákanna okkar í Annecy í dag. Ísland komst í 16 liða úrslit á EM 2016 í gærkvöldi þegar liðið lagði Austurríki, 2-1, með sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar í uppbótartíma. Ísland mætir næst Englandi á mánudagskvöldið í Nice. Við vorum að ná markmiðunum okkar. Fyrsta markmið var að komast upp úr riðlinum og við náðum því og erum enn þá taplausir í þessu móti. Það er bara létt yfir öllum. Auðvitað eru margir mjög þreyttir en andleg líðan er mjög góð,“ sagði Heimir. Um leið og Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið flautaði dómarinn leikinn af. Strákarnir og þjálfararnir fóru þá til þeirra 10.000 Íslendinga sem voru á leiknum og fögnuðu með þeim. Heimir átti erfitt með að lýsa því sem þarna fór fram í orðum. „Það yrði bara kjánalegt að lýsa einhverjum tilfinningum en menn voru bara að missa sig. Ekkert endilega bara vegna þess að við unnum leikinn eða komumst áfram heldur bara hvernig þetta var. Þetta var svo mikill rússíbani því það lá á okkur,“ sagði Heimir. Íslenska liðið bakkaði mjög aftarlega í seinni hálfleiknum þegar það var að verja forskotið og svo stöðuna 1-1. Varnarleikurinn var góður sem fyrr en þetta var aðeins of mikið að mati þjálfarans. „Við vorum komnir aðeins of aftarlega og fengum bardagann inn í teiginn okkar sem við viljum helst ekki. Það sem vantaði í gær var að við settum meiri pressu á manninn með boltann,“ sagði Heimir við Vísi. „Svo fór maður bara að horfa yfir liðið og sá að það var til of mikils ætlast að menn væru í sprettum fram og til baka. Það var steikjandi hiti og menn voru orðnir vatnslitlir og súrir. Kannski var það best í stöðunni að loka svæðunum og það er betra að gera það aftar á vellinum,“ sagði Heimir Hallgrímsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30 Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
„Auðvitað eru allir þreyttir og það er smá spennufall í hópnum en það er ekki annað hægt en að líða mjög vel núna,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, við Vísi eftir æfingu strákanna okkar í Annecy í dag. Ísland komst í 16 liða úrslit á EM 2016 í gærkvöldi þegar liðið lagði Austurríki, 2-1, með sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar í uppbótartíma. Ísland mætir næst Englandi á mánudagskvöldið í Nice. Við vorum að ná markmiðunum okkar. Fyrsta markmið var að komast upp úr riðlinum og við náðum því og erum enn þá taplausir í þessu móti. Það er bara létt yfir öllum. Auðvitað eru margir mjög þreyttir en andleg líðan er mjög góð,“ sagði Heimir. Um leið og Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið flautaði dómarinn leikinn af. Strákarnir og þjálfararnir fóru þá til þeirra 10.000 Íslendinga sem voru á leiknum og fögnuðu með þeim. Heimir átti erfitt með að lýsa því sem þarna fór fram í orðum. „Það yrði bara kjánalegt að lýsa einhverjum tilfinningum en menn voru bara að missa sig. Ekkert endilega bara vegna þess að við unnum leikinn eða komumst áfram heldur bara hvernig þetta var. Þetta var svo mikill rússíbani því það lá á okkur,“ sagði Heimir. Íslenska liðið bakkaði mjög aftarlega í seinni hálfleiknum þegar það var að verja forskotið og svo stöðuna 1-1. Varnarleikurinn var góður sem fyrr en þetta var aðeins of mikið að mati þjálfarans. „Við vorum komnir aðeins of aftarlega og fengum bardagann inn í teiginn okkar sem við viljum helst ekki. Það sem vantaði í gær var að við settum meiri pressu á manninn með boltann,“ sagði Heimir við Vísi. „Svo fór maður bara að horfa yfir liðið og sá að það var til of mikils ætlast að menn væru í sprettum fram og til baka. Það var steikjandi hiti og menn voru orðnir vatnslitlir og súrir. Kannski var það best í stöðunni að loka svæðunum og það er betra að gera það aftar á vellinum,“ sagði Heimir Hallgrímsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30 Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04
Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30
Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45
Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20
Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56
Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22