Handbolti

Sagosen búinn að semja við PSG

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sagosen fer í þessa treyju næsta sumar.
Sagosen fer í þessa treyju næsta sumar. mynd/psg
Norðmaðurinn magnaði Sander Sagosen er búinn að semja við franska stórliðið PSG.

Þessi tvítugi strákur mun þó ekki ganga í raðir félagsins fyrr en sumarið 2017. Hann samdi við PSG til ársins 2020.

Sagosen var valinn besti miðjumaður EM síðastliðinn janúar en hann fór þá mikinn í liði Noregs sem kom skemmtilega á óvart.

Hann mun spila áfram með Álaborg næsta vetur en halda svo til Parísar.

„Ég hikaði aldrei eftir að hafa heyrt af áhuga PSG. Ég er mjög spenntur fyrir því að læra af bestu leikmönnum heims,“ sagði Sagosen.

Þrátt fyrir ungan aldur er Sagosen þegar búinn að spila 50 landsleiki fyrir Noreg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×