Innlent

Banaslys á Suðurlandsvegi

Birgir Olgeirsson skrifar
Ökumaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.
Ökumaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Vísir
Ökumaður vöruflutningabifreiðar með eftirvagn sem fór út af Suðurlandsvegi í hádeginu í dag var úrskurðaður látinn á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi en bifreiðin valt skammt frá afleggjaranum að Reynishverfi, vestan Víkur í Mýrdal. Ökumaðurinn var einn í bílnum en tildrög slyssins eru óljós en lögreglan á Suðurlandi vinnur að rannsókn málsins.

Ekki er unnt að gefa upp nafn hins látna að svo stöddu.

Búið er að opna Suðurlandsveg en tafir geta orðið við slysstað. Lögregla þakkar vegfarendum þolinmæði og tillitssemi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×