Formaður Vinstri grænna vill draga skattabreytingar til baka Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. júní 2016 00:49 Formaður Vinstri grænna vill draga til baka fyrirhugaðar breytingar á skattkerfinu sem eiga að taka gildi um næstu áramót. Aftur verði snúið til þriggja þrepa skattkerfis, bæði á fjármagns- og launatekjur. Hinn 1. janúar síðastliðinn tóku gildi breytingar á tekjuskatti einstaklinga. Var skatthlutfallið í miðþrepinu lækkað úr tæpum 39,74 prósentum í rúm 38,34 prósent. Þá var lægsta þrepið lækkað úr 37,3 prósentum í 37,12. Þann 1. janúar næstkomandi verða frekari breytingar. Miðþrepið verður fellt út og skatthlutfallið í lægsta þrepinu mun lækka í 36,94 prósent. Eftir þessar breytingar verða því tvö skattþrep og mörkin á milli verður aðeins ein fjárhæð. Af tekjum að 700.000 krónum reiknast staðgreiðsla í neðra þrepinu, en af tekjum yfir þeirri fjárhæð reiknast staðgreiðsla í efra þrepinu. „Við erum andvíg þessum breytingum. Skattkerfið er ekki bara ætlað til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð á hverjum tíma, það er líka mjög mikilvægt tekjujöfnunartæki. Og hugsunin á bak við þriggja þrepa kerfi og fjölþrepakerfi er að jafna byrðunum með réttlátum hætti,” segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Aftur snúið til þriggja þrepa skattkerfis Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Því er ljóst að ný ríkisstjórn verður tekin til valda áður en þessar breytingar taka gildi. Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi hafa talað fyrir samstarfi flokkanna eftir kosningar nái þeir til þess fylgi. Katrín segist vilja í því samstarfi leggja áherslu á að aftur verði snúið til þriggja þrepa skattkerfis, bæði á fjármagns- og launatekjur. „Af því að þetta tekjujöfnunarhlutverk er auðvitað mjög mikilvægt. Við erum bara að sjá vaxandi misskiptingu í heiminum, og við eigum að stuðla að því með þeim aðgerðum sem við getum að það verði ekki þróunin hér á Íslandi,” segir Katrín. Kosningar 2016 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Formaður Vinstri grænna vill draga til baka fyrirhugaðar breytingar á skattkerfinu sem eiga að taka gildi um næstu áramót. Aftur verði snúið til þriggja þrepa skattkerfis, bæði á fjármagns- og launatekjur. Hinn 1. janúar síðastliðinn tóku gildi breytingar á tekjuskatti einstaklinga. Var skatthlutfallið í miðþrepinu lækkað úr tæpum 39,74 prósentum í rúm 38,34 prósent. Þá var lægsta þrepið lækkað úr 37,3 prósentum í 37,12. Þann 1. janúar næstkomandi verða frekari breytingar. Miðþrepið verður fellt út og skatthlutfallið í lægsta þrepinu mun lækka í 36,94 prósent. Eftir þessar breytingar verða því tvö skattþrep og mörkin á milli verður aðeins ein fjárhæð. Af tekjum að 700.000 krónum reiknast staðgreiðsla í neðra þrepinu, en af tekjum yfir þeirri fjárhæð reiknast staðgreiðsla í efra þrepinu. „Við erum andvíg þessum breytingum. Skattkerfið er ekki bara ætlað til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð á hverjum tíma, það er líka mjög mikilvægt tekjujöfnunartæki. Og hugsunin á bak við þriggja þrepa kerfi og fjölþrepakerfi er að jafna byrðunum með réttlátum hætti,” segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Aftur snúið til þriggja þrepa skattkerfis Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Því er ljóst að ný ríkisstjórn verður tekin til valda áður en þessar breytingar taka gildi. Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi hafa talað fyrir samstarfi flokkanna eftir kosningar nái þeir til þess fylgi. Katrín segist vilja í því samstarfi leggja áherslu á að aftur verði snúið til þriggja þrepa skattkerfis, bæði á fjármagns- og launatekjur. „Af því að þetta tekjujöfnunarhlutverk er auðvitað mjög mikilvægt. Við erum bara að sjá vaxandi misskiptingu í heiminum, og við eigum að stuðla að því með þeim aðgerðum sem við getum að það verði ekki þróunin hér á Íslandi,” segir Katrín.
Kosningar 2016 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira