Jón Daði og Ragnar ekki í hættu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2016 15:00 Jón Daði lagði upp sigurmarkið gegn Englendingum eftir frábæra sókn strákanna okkar. vísir/epa Það er óhætt að segja að allar líkur séu á því að fái Ísland gult spjald í leiknum gegn Frakklandi á Stade de France á sunnudaginn þá fari viðkomandi leikmaður í bann. Níu leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi eftir leikina fjóra á EM til þessa. Alls eru 45 leikmenn í liðunum átta á hættusvæði fyrir átta liða úrslitin sem hefjast í kvöld með leik Póllands og Portúgal. Alfreð Finnbogason var í leikbanni í leiknum gegn Austurríki en þess utan hafa gulu spjöldið dreifst lygilega vel, sem betur fer. „Þetta var hluti af planinu,“ sagði Lars Lagerbäck í gríni á blaðamannafundi í Annecy í gær. Réttir menn fengu gul spjöld í leiknum gegn Englandi. „Við sögðum þeim að þeir væru þeir einu sem mættu fá gul spjöld,“ grínaðist Svíinn áfram en ræddi svo á alvarlegum nótum. Hann sagði landsliðsmennina hafa rætt gulu spjöldin, sum væru ósanngjörn en Lars hefur á árum sínum með landsliðið lagt mikið upp úr því að leikmenn sýni aga og fái ekki ódýr gul spjöld. Nú er staðan hins vegar sú að svo til allt byrjunarliðið er á gulu spjaldi, fyrir utan Ragnar Sigurðsson og Jón Daða Böðvarsson. Þeir eru einu leikmennirnir í byrjunarliðinu sem geta fengið gult spjald án þess að fara í bann í næsta leik. N’Golo Kanté, leikmaður Leicester, og Adil Rami, miðvörður Sevilla, verða í banni í leiknum á móti Íslandi. Þá eru Olivier Giroud og Laurent Koscielny, leikmenn Arsenal, á hættusvæði. Eftir átta liða úrslitin taka leikmenn ekki lengur spjöld með sér í næstu leiki. Gulu spjöldin þurrkast út. Ragnar og Jón Daði geta því áhyggjulausir fengið gult spjald án þess að vera á hættusvæði komist Ísland í undanúrslit. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34 Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Lars Lagerbäck lét strákana okkar heyra það á blaðamannafundi í gær fyrir að vera ekki með 100 prósent einbeitingu eftir sigurinn á Englandi. 30. júní 2016 09:53 Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Sjá meira
Það er óhætt að segja að allar líkur séu á því að fái Ísland gult spjald í leiknum gegn Frakklandi á Stade de France á sunnudaginn þá fari viðkomandi leikmaður í bann. Níu leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi eftir leikina fjóra á EM til þessa. Alls eru 45 leikmenn í liðunum átta á hættusvæði fyrir átta liða úrslitin sem hefjast í kvöld með leik Póllands og Portúgal. Alfreð Finnbogason var í leikbanni í leiknum gegn Austurríki en þess utan hafa gulu spjöldið dreifst lygilega vel, sem betur fer. „Þetta var hluti af planinu,“ sagði Lars Lagerbäck í gríni á blaðamannafundi í Annecy í gær. Réttir menn fengu gul spjöld í leiknum gegn Englandi. „Við sögðum þeim að þeir væru þeir einu sem mættu fá gul spjöld,“ grínaðist Svíinn áfram en ræddi svo á alvarlegum nótum. Hann sagði landsliðsmennina hafa rætt gulu spjöldin, sum væru ósanngjörn en Lars hefur á árum sínum með landsliðið lagt mikið upp úr því að leikmenn sýni aga og fái ekki ódýr gul spjöld. Nú er staðan hins vegar sú að svo til allt byrjunarliðið er á gulu spjaldi, fyrir utan Ragnar Sigurðsson og Jón Daða Böðvarsson. Þeir eru einu leikmennirnir í byrjunarliðinu sem geta fengið gult spjald án þess að fara í bann í næsta leik. N’Golo Kanté, leikmaður Leicester, og Adil Rami, miðvörður Sevilla, verða í banni í leiknum á móti Íslandi. Þá eru Olivier Giroud og Laurent Koscielny, leikmenn Arsenal, á hættusvæði. Eftir átta liða úrslitin taka leikmenn ekki lengur spjöld með sér í næstu leiki. Gulu spjöldin þurrkast út. Ragnar og Jón Daði geta því áhyggjulausir fengið gult spjald án þess að vera á hættusvæði komist Ísland í undanúrslit. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34 Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Lars Lagerbäck lét strákana okkar heyra það á blaðamannafundi í gær fyrir að vera ekki með 100 prósent einbeitingu eftir sigurinn á Englandi. 30. júní 2016 09:53 Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Sjá meira
Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44
EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34
Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Lars Lagerbäck lét strákana okkar heyra það á blaðamannafundi í gær fyrir að vera ekki með 100 prósent einbeitingu eftir sigurinn á Englandi. 30. júní 2016 09:53
Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31