Fimm lögregluþjónar myrtir af leyniskyttum Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2016 07:30 Lögregluþjónar standa vörð nærri svæðinu þar sem skotárásin átti sér stað. Vísir/AFP Uppfært 12:10 Fimm lögregluþjónar voru skotnir til bana í nótt og sjö eru særðir eftir að minnst tvær leyniskyttur hófu skothríð á hóp lögreglumanna í Dallas í Texas. Lögreglan hafði verið kölluð til þar sem fólksfjöldi hafði komið saman til að mótmæla drápunum á tveimur blökkumönnum sem lögreglumenn í Louisiana og Minnesota skutu í gær og í fyrradag. Þar að auki voru tveir almennir borgarar særðir. Ein kona fékk skot í fótinn, en hún var í mótmælagöngunni með þremur sonum sínum.Leyniskytturnar voru minnst tvær og skutu þeir á lögregluþjónana ofan af háum húsum í grennd við mótmælagönguna.Þrír eru í haldi grunaðir um aðild að málinu, en þeir neita að sýna lögreglunni samstarf. Þar af er ein kona sem Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, segir að sé frá Bandaríkjunum og af afrískum uppruna. Lögreglan sat svo um einn skotmann til viðbótar sem birgði sig inni í bílastæðahúsi á svæðinu. Hann hafði hafið skothríð fyrir utan háskóla í borginni og myrti þar minnst einn lögregluþjón. Hann skiptist á skotum við lögreglu um nokkurt skeið en nú sagður vera látinn. Rawlings segir að hann hafi verið felldur af lögregluþjónum. „Við vorum mjög ánægðir með að okkur hafi tekist að fellan þennan eina sökudólg,“ sagði Rawlings á blaðamannafundi í dag. Fleiri lögregluþjónar hafa ekki látið lífið á einum degi í Bandaríkjunum frá árásunum á Tvíburaturnana árið 2001, samkvæmt CNN. Myndband af manninum hefur nú verið birt á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hann skiptast á skotum við lögreglu. Hann var vopnaður hálf-sjálfvirkum riffli, sem mun vera af gerðinni AR-15, og klæddur í skothelt vesti.Amateur video footage shows gunman involved in #Dallas shooting https://t.co/FfyEyhATMM https://t.co/RUXXrQEJRC— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 8, 2016 Hann hótaði að myrða fleiri lögreglumenn og fullyrti að hann hefði komið sprengjum fyrir í húsinu og á fleiri stöðum í Dallas. Umfangsmikil leit að sprengjum var framkvæmd í miðbæ Dallas en ekkert fannst. David Brown, lögreglustjóri Dallas, segir að árásarmennirnir hafi skipulagt árásina vel og svo virtist sem að þeir hafi vitað hvaða leið mótmælagangan yrði gengin. Brown sagði einnig að ljóst væri að leyniskytturnar hefðu ætlað sér að myrða og særa eins marga lögregluþjóna og þeir gætu. Tveir þeirra sem eru í haldi lögreglu voru handteknir eftir að lögregluþjónn sá annan þeirra setja tösku í skottið á Mercedez bíl og keyra hratt á brott. Þeir voru stöðvaði á nærliggjandi hraðbraut. Þá er ein kona, sem handtekin var nærri bílastæðahúsinu þar sem umsátrið á sér stað, í haldi lögreglu.Fréttin verður uppfærðÞetta myndband gæti vakið óhug meðal viðkvæmra. MIke Rawlings, borgarstjóri Dallas, segir borgina syrgja. Tweets by DallasPD Black Lives Matter Tengdar fréttir Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Uppfært 12:10 Fimm lögregluþjónar voru skotnir til bana í nótt og sjö eru særðir eftir að minnst tvær leyniskyttur hófu skothríð á hóp lögreglumanna í Dallas í Texas. Lögreglan hafði verið kölluð til þar sem fólksfjöldi hafði komið saman til að mótmæla drápunum á tveimur blökkumönnum sem lögreglumenn í Louisiana og Minnesota skutu í gær og í fyrradag. Þar að auki voru tveir almennir borgarar særðir. Ein kona fékk skot í fótinn, en hún var í mótmælagöngunni með þremur sonum sínum.Leyniskytturnar voru minnst tvær og skutu þeir á lögregluþjónana ofan af háum húsum í grennd við mótmælagönguna.Þrír eru í haldi grunaðir um aðild að málinu, en þeir neita að sýna lögreglunni samstarf. Þar af er ein kona sem Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, segir að sé frá Bandaríkjunum og af afrískum uppruna. Lögreglan sat svo um einn skotmann til viðbótar sem birgði sig inni í bílastæðahúsi á svæðinu. Hann hafði hafið skothríð fyrir utan háskóla í borginni og myrti þar minnst einn lögregluþjón. Hann skiptist á skotum við lögreglu um nokkurt skeið en nú sagður vera látinn. Rawlings segir að hann hafi verið felldur af lögregluþjónum. „Við vorum mjög ánægðir með að okkur hafi tekist að fellan þennan eina sökudólg,“ sagði Rawlings á blaðamannafundi í dag. Fleiri lögregluþjónar hafa ekki látið lífið á einum degi í Bandaríkjunum frá árásunum á Tvíburaturnana árið 2001, samkvæmt CNN. Myndband af manninum hefur nú verið birt á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hann skiptast á skotum við lögreglu. Hann var vopnaður hálf-sjálfvirkum riffli, sem mun vera af gerðinni AR-15, og klæddur í skothelt vesti.Amateur video footage shows gunman involved in #Dallas shooting https://t.co/FfyEyhATMM https://t.co/RUXXrQEJRC— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 8, 2016 Hann hótaði að myrða fleiri lögreglumenn og fullyrti að hann hefði komið sprengjum fyrir í húsinu og á fleiri stöðum í Dallas. Umfangsmikil leit að sprengjum var framkvæmd í miðbæ Dallas en ekkert fannst. David Brown, lögreglustjóri Dallas, segir að árásarmennirnir hafi skipulagt árásina vel og svo virtist sem að þeir hafi vitað hvaða leið mótmælagangan yrði gengin. Brown sagði einnig að ljóst væri að leyniskytturnar hefðu ætlað sér að myrða og særa eins marga lögregluþjóna og þeir gætu. Tveir þeirra sem eru í haldi lögreglu voru handteknir eftir að lögregluþjónn sá annan þeirra setja tösku í skottið á Mercedez bíl og keyra hratt á brott. Þeir voru stöðvaði á nærliggjandi hraðbraut. Þá er ein kona, sem handtekin var nærri bílastæðahúsinu þar sem umsátrið á sér stað, í haldi lögreglu.Fréttin verður uppfærðÞetta myndband gæti vakið óhug meðal viðkvæmra. MIke Rawlings, borgarstjóri Dallas, segir borgina syrgja. Tweets by DallasPD
Black Lives Matter Tengdar fréttir Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45