Enski boltinn

Arsenal nælir í Japana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Takuma Asano.
Takuma Asano. vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er búinn að rífa upp veskið og versla japanskan landsliðsmann.

Sá er framherji og heitir Takuma Asano. Hann kemur frá Sanfrecce Hiroshima.

Þetta er 21 árs gamall leikmaður sem lék sinn fyrsta landsleik í fyrra. Hann sló í gegn aðeins 18 ára gamall.

Arsenal hefur náð samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en hann á eftir að fara í gegnum læknisskoðun og fá atvinnuleyfi áður en skrifað verður formlega undir alla pappíra.

Asano hefur unnið japönsku deildina tvisvar og var valinn nýliði ársins í fyrra. Þá skoraði hann 9 mörk í 34 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×