Enski boltinn

Nýr leikmaður Liverpool segist þurfa að fara í ræktina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Matip í leik með Schalke.
Matip í leik með Schalke. vísir/getty
Nýr liðsmaður Liverpool, Joel Matip, segir að hann þurfi að styrkja sig verulega fyrri ensku úrvalsdeildina sem hefst í ágúst.

Þessi 24 ára gamli Kamerúni kom á frjálsri sölu til Liverpool, en hann er uppalinn í Bochum. Hann kom þó til Liverpool frá Schalke þar sem hann hefur verið í sjö ár.

„Ég er tilbúinn en þarf að vinna mikið í líkama mínum. Þetta er önnur deild svo ég verð að vinna í líkamanum og verða líkamlega sterkari til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni,” sagði hann við heimasíðu Liverpool.

„Ég ákvað að gera þetta á mína eigin venu, en ég held að þjálfarateymið og stjórinn muni hjálpa mér að ná mínu markmiði og að verða klár í slaginn fyrir tímabilið.”

„Auðvitað er Bundesligan á háu stigi. Kannski er þetta öðruvísi stig, en þetta er líka hátt stig og ég held að hafi það sem þarf til að spila hér.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×