Handbolti

Íslandsmeistararnir byrja í Grikklandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslandsmeistarar Hauka fara til Grikklands.
Íslandsmeistarar Hauka fara til Grikklands. vísir/vilhelm
Þrjú íslensk handboltalið voru í pottinum þegar dregið var í fyrstu umferðir EHF-bikarsins og Áskorendabikarsins í dag.

Haukar senda bæði karla- og kvennalið til leiks og Valur karlalið.

Íslandsmeistarar Hauka í karlaflokki taka þátt í EHF-bikarnum og í 1. umferðinni mæta þeir A.C. Diomidis Argous frá Grikklandi. Vinni Haukar Grikkina mæta þeir sænska liðinu Alingsås í næstu umferð.

Kvennalið Hauka, sem varð deildarmeistari á síðasta tímabili, mætir ítalska liðinu Jomi Salerno í 1. umferð Áskorendabikarsins.

Í Áskorendabikar karla mæta bikarmeistarar Vals Haslum frá Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×