Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. júlí 2016 07:00 Þungvopnaðir sérsveitarmenn við fund yfirmanns lögreglu og yfirmanns hersins í Istanbúl í gær. vísir/epa Fetúla Gülen, múslimaklerkurinn sem Recep Tayyip Erdogan segir standa á bak við valdaránstilraunina í Tyrklandi, hefur búið í Bandaríkjunum síðan 1999, í sjálfskipaðri útlegð frá Tyrklandi. Þaðan stjórnar hann fjölmennri trúarhreyfingu, sem nýtur mikils stuðnings í Tyrklandi. Liðsmenn hennar í Tyrklandi skipta milljónum, þrátt fyrir að tyrknesk stjórnvöld kalli Gülen hryðjuverkaleiðtoga og fylgismenn hans hafi margir hverjir sætt harðræði. Trúarhreyfing Gülens þykir frjálslynd í trúarefnum, hafnar því að tengja saman trú og stjórnmál og snýst að verulegu leyti um rekstur skóla, fjölmiðla, sjúkrahúsa og ýmissa félagsþjónustustofnana. Þeir Gülen og Erdogan voru í eina tíð samstarfsmenn og bandamenn í stjórnmálum. Upp úr vináttunni slitnaði reyndar ekki að ráði fyrr en árið 2013, þegar einræðistilburðir Erdogans urðu nokkuð augljósir.Það ár lét Erdogan til skarar skríða gegn yfirstjórn hersins, yfirstjórn lögreglu og dómsmála, fjölmiðlum og fleiri lykilstofnunum landsins. Hátt í þrjú hundruð manns voru handteknir og flestir dæmdir í fangelsi fyrir ýmsar sakir, svo sem að skipuleggja uppreisn eða hryðjuverk. Spjótunum var þá meðal annars beint gegn hreyfingu Gülens, ekki síst fjölmiðlafyrirtækjum hreyfingarinnar, þar sem margvísleg gagnrýni á stjórnvöld hafði birst reglulega. Herferð stjórnvalda gegn fjölmiðlum Gülen-veldisins hefur haldið áfram og harðnað með hverju árinu og stjórn Erdogans hefur jafnframt hert tök sín á helstu valdstofnunum landsins. Herferð Erdogans gegn andstæðingum sínum hefur eflst um allan helming eftir byltingartilraunina. Þúsundir hermanna, embættismanna og annarra hafa verið handteknir og mikil reiði virðist ríkjandi meðal stuðningsmanna forsetans. Sjálfur sagðist Gülen, á fundi með blaðamönnum í Pennsylvaníu um helgina, ekki trúa því að heimurinn trúi ásökunum Erdogans á hendur sér. Hugsanlega hafi valdaránið verið sviðsett. Tilgangurinn hafi verið að grafa undan honum með ásökunum. Hann fordæmir hins vegar valdaránstilraun hersins um helgina, enda hafi hann orðið fyrir óþægindum af hálfu tyrkneska hersins. „Eftir stjórnarbyltingar hersins í Tyrklandi hef ég sætt þrýstingi og verið settur í fangelsi. Ég hef verið dreginn fyrir dómara og sætt ýmis konar áreitni,” sagði Gülen. „Nú þegar Tyrkland er að þróast í lýðræðisátt getur það ekki snúið til baka.” Gülen sem er 74 ára virtist ekki sérlega heilsuhraustur er blaðamenn heimsóttu hann um helgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39 Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13 Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Fetúla Gülen, múslimaklerkurinn sem Recep Tayyip Erdogan segir standa á bak við valdaránstilraunina í Tyrklandi, hefur búið í Bandaríkjunum síðan 1999, í sjálfskipaðri útlegð frá Tyrklandi. Þaðan stjórnar hann fjölmennri trúarhreyfingu, sem nýtur mikils stuðnings í Tyrklandi. Liðsmenn hennar í Tyrklandi skipta milljónum, þrátt fyrir að tyrknesk stjórnvöld kalli Gülen hryðjuverkaleiðtoga og fylgismenn hans hafi margir hverjir sætt harðræði. Trúarhreyfing Gülens þykir frjálslynd í trúarefnum, hafnar því að tengja saman trú og stjórnmál og snýst að verulegu leyti um rekstur skóla, fjölmiðla, sjúkrahúsa og ýmissa félagsþjónustustofnana. Þeir Gülen og Erdogan voru í eina tíð samstarfsmenn og bandamenn í stjórnmálum. Upp úr vináttunni slitnaði reyndar ekki að ráði fyrr en árið 2013, þegar einræðistilburðir Erdogans urðu nokkuð augljósir.Það ár lét Erdogan til skarar skríða gegn yfirstjórn hersins, yfirstjórn lögreglu og dómsmála, fjölmiðlum og fleiri lykilstofnunum landsins. Hátt í þrjú hundruð manns voru handteknir og flestir dæmdir í fangelsi fyrir ýmsar sakir, svo sem að skipuleggja uppreisn eða hryðjuverk. Spjótunum var þá meðal annars beint gegn hreyfingu Gülens, ekki síst fjölmiðlafyrirtækjum hreyfingarinnar, þar sem margvísleg gagnrýni á stjórnvöld hafði birst reglulega. Herferð stjórnvalda gegn fjölmiðlum Gülen-veldisins hefur haldið áfram og harðnað með hverju árinu og stjórn Erdogans hefur jafnframt hert tök sín á helstu valdstofnunum landsins. Herferð Erdogans gegn andstæðingum sínum hefur eflst um allan helming eftir byltingartilraunina. Þúsundir hermanna, embættismanna og annarra hafa verið handteknir og mikil reiði virðist ríkjandi meðal stuðningsmanna forsetans. Sjálfur sagðist Gülen, á fundi með blaðamönnum í Pennsylvaníu um helgina, ekki trúa því að heimurinn trúi ásökunum Erdogans á hendur sér. Hugsanlega hafi valdaránið verið sviðsett. Tilgangurinn hafi verið að grafa undan honum með ásökunum. Hann fordæmir hins vegar valdaránstilraun hersins um helgina, enda hafi hann orðið fyrir óþægindum af hálfu tyrkneska hersins. „Eftir stjórnarbyltingar hersins í Tyrklandi hef ég sætt þrýstingi og verið settur í fangelsi. Ég hef verið dreginn fyrir dómara og sætt ýmis konar áreitni,” sagði Gülen. „Nú þegar Tyrkland er að þróast í lýðræðisátt getur það ekki snúið til baka.” Gülen sem er 74 ára virtist ekki sérlega heilsuhraustur er blaðamenn heimsóttu hann um helgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39 Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13 Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39
Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13
Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33