Fótbolti

Ólafur geymdi Hannes á bekknum í jafnteflisleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson sat allan tímann á bekknum í kvöld þegar nýja lið hans, Randers, gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti Midtjylland í sveiflukenndum leik.

Suður-Afríkumaðurinn Mandla  Masango tryggði Randers jafnteflið þegar hann jafnaði í 2-2 þrettán mínútum fyrir leikslok.

Kasper Fisker hafði komið Randers í 1-0 á 27. mínútu en Paul Onuachu jafnaði fyrir Midtjylland á 41. mínútu og Václav Kadlec kom Midtjylland síðan yfir á 65. mínútu. Tólf mínútum síðar náðu leikmenn hinsvegar að jafna metin.

Þetta var lokaleikur fyrstu umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar og þar með fyrsti leikur Randers-liðsins í deildinni undir stjórn íslenska þjálfarans Ólafs H. Kristjánssonar.

Ólafur H. Kristjánsson tók við Randers í sumar en hann var látinn fara frá Nordsjælland á síðasta tímabili. Nordsjælland vann 4-0 sigur á Viborg í fyrstu umferðinni og er í 1 til 2. sæti deildarinnar ásamt Bröndby sem vann einnig 4-0 sigur um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×