Ekki tekið mið af sjónarmiðum neytenda í búvörusamningum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júlí 2016 07:00 Jóhannes segir innflutning á lágum eða engum tollum einu leiðina til að auka samkeppni í mjólkuriðnaði. Vísir/Pjetur „Það var algjör skortur á samráði við aðila sem eðlilegt var að kæmu að borðinu þegar samningarnir voru gerðir,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um nýja búvörusamninga sem nú eru til skoðunar hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Jóhannes segir ekki tekið mið af sjónarmiðum neytenda í samningunum. „Þeir eru bara út frá þröngum hagsmunum bænda. Það er það sem við gagnrýnum mjög." Jóhannes bætir við að það sé lágmark að samtök á borð við Neytendasamtökin sem og verkalýðshreyfingin komi að borðinu. „Þetta er ekki einkamál bænda og landbúnaðarráðherra.“Jóhannes Gunnarsson, formaður NeytendasamtakannaJóhannes segir að það væri neytendum til bóta að stytta samningstímann. „Það er verið að festa í sessi mjög íhaldssamt kerfi sem er mjög slæmt, bæði fyrir neytendur og bændur, að okkar mati. Með því að stytta gildistímann er verið að taka samningana upp frá grunni,“ segir hann og bætir við: „Ég vænti þess og vona að það sé rétt sem hefur komið fram að það sé ekki meirihluti fyrir samningunum á Alþingi.“ Þá segir hann óeðlilegt að ríkið nýti skattfé til að niðurgreiða framleiðslu búvara og bendir á að samtökin hafi ítrekað gert þá kröfu að tollar á innfluttum landbúnaðarvörum verði felldir niður, ekki síst á mjólkurvörur. „Það eina sem myndi tryggja eðlilega samkeppni á þeim vettvangi er innflutningur á lágum, helst engum, tollum,“ segir Jóhannes. „Hvaðan koma peningarnir sem eru notaðir til niðurgreiðslu? Þegar upp er staðið þá erum við að borga hluta verðsins þegar við erum að kaupa mjólk úti í búð og hinn hlutann þegar maður borgar skatta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Það var algjör skortur á samráði við aðila sem eðlilegt var að kæmu að borðinu þegar samningarnir voru gerðir,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um nýja búvörusamninga sem nú eru til skoðunar hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Jóhannes segir ekki tekið mið af sjónarmiðum neytenda í samningunum. „Þeir eru bara út frá þröngum hagsmunum bænda. Það er það sem við gagnrýnum mjög." Jóhannes bætir við að það sé lágmark að samtök á borð við Neytendasamtökin sem og verkalýðshreyfingin komi að borðinu. „Þetta er ekki einkamál bænda og landbúnaðarráðherra.“Jóhannes Gunnarsson, formaður NeytendasamtakannaJóhannes segir að það væri neytendum til bóta að stytta samningstímann. „Það er verið að festa í sessi mjög íhaldssamt kerfi sem er mjög slæmt, bæði fyrir neytendur og bændur, að okkar mati. Með því að stytta gildistímann er verið að taka samningana upp frá grunni,“ segir hann og bætir við: „Ég vænti þess og vona að það sé rétt sem hefur komið fram að það sé ekki meirihluti fyrir samningunum á Alþingi.“ Þá segir hann óeðlilegt að ríkið nýti skattfé til að niðurgreiða framleiðslu búvara og bendir á að samtökin hafi ítrekað gert þá kröfu að tollar á innfluttum landbúnaðarvörum verði felldir niður, ekki síst á mjólkurvörur. „Það eina sem myndi tryggja eðlilega samkeppni á þeim vettvangi er innflutningur á lágum, helst engum, tollum,“ segir Jóhannes. „Hvaðan koma peningarnir sem eru notaðir til niðurgreiðslu? Þegar upp er staðið þá erum við að borga hluta verðsins þegar við erum að kaupa mjólk úti í búð og hinn hlutann þegar maður borgar skatta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira