Tala látinna hækkar: Um þrjú þúsund hermenn handteknir í Tyrklandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. júlí 2016 17:01 161 óbreyttur borgari lét lífið í átökunum í Tyrklandi í nótt. Þá létu 104 uppreisnarmenn lífið þegar hluti tyrkneska hersins reyndi að fremja valdarán á meðan Tacip Erdogan forseti var í fríi á Marmaris. Tilraunin misheppnaðist, stjórnvöld hafa náð tökum á ástandinu samkvæmt erlendum fjölmiðlum og 3000 hermenn hafa verið handteknir og 2700 dómarar reknir fyrir meint tengsl við valdaránið. Háttsettir menn í hernum hafa verið handteknir og sakaðir um að hafa tekið þátt í aðgerðunum. Tyrkneska þingið kom saman í dag og var þingfundur með sérstakara móti. Leiðtogi þeirra fjögurra flokka sem sæti eiga á þingi héldu sína ræðuna hver þar sem þeir fordæmdu tilraunina til valdaráns. Þá hófst þingfundur á mínútuþögn auk þess sem þjóðsöngur Tyrkja var leikinn í þingsal. Binali Yildirim, forsætisráðherra landsins, sagði í ávarpi sínu í þingsal að þetta væri merkilegt augnablik í sögu tyrkneskra stjórnmála og vísaði til þverpólitískrar samstöðu þingsins. Reuters greinir frá því að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi fordæmt aðgerðirnar og ítrekað mikilvægi þess að þeir brotlegu, sem saksóttir verða fyrir landráð, fái réttláta málsmeðferð. Hún sagði Berlín standa með þeim sem verja lýðræði og lagabókstafinn. „Þetta er harmleikur, það hversu margir létust í þessari tilraun til valdaráns,“ sagði Merkel. „Blóðsúthellingum í Tyrklandi verður að linna.“ Tengdar fréttir Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14 Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
161 óbreyttur borgari lét lífið í átökunum í Tyrklandi í nótt. Þá létu 104 uppreisnarmenn lífið þegar hluti tyrkneska hersins reyndi að fremja valdarán á meðan Tacip Erdogan forseti var í fríi á Marmaris. Tilraunin misheppnaðist, stjórnvöld hafa náð tökum á ástandinu samkvæmt erlendum fjölmiðlum og 3000 hermenn hafa verið handteknir og 2700 dómarar reknir fyrir meint tengsl við valdaránið. Háttsettir menn í hernum hafa verið handteknir og sakaðir um að hafa tekið þátt í aðgerðunum. Tyrkneska þingið kom saman í dag og var þingfundur með sérstakara móti. Leiðtogi þeirra fjögurra flokka sem sæti eiga á þingi héldu sína ræðuna hver þar sem þeir fordæmdu tilraunina til valdaráns. Þá hófst þingfundur á mínútuþögn auk þess sem þjóðsöngur Tyrkja var leikinn í þingsal. Binali Yildirim, forsætisráðherra landsins, sagði í ávarpi sínu í þingsal að þetta væri merkilegt augnablik í sögu tyrkneskra stjórnmála og vísaði til þverpólitískrar samstöðu þingsins. Reuters greinir frá því að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi fordæmt aðgerðirnar og ítrekað mikilvægi þess að þeir brotlegu, sem saksóttir verða fyrir landráð, fái réttláta málsmeðferð. Hún sagði Berlín standa með þeim sem verja lýðræði og lagabókstafinn. „Þetta er harmleikur, það hversu margir létust í þessari tilraun til valdaráns,“ sagði Merkel. „Blóðsúthellingum í Tyrklandi verður að linna.“
Tengdar fréttir Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14 Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14
Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16
Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32