Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. júlí 2016 06:51 Ekki hefur verið opinberað hver árásarmaðurinn er en Reuters fréttastofan greinir frá því að um sé að ræða þrjátíu og eins árs gamlan mann af frönskum og túnískum uppruna. vísir/afp Að minnsta kosti áttatíu og fjórir eru látnir og átján eru alvarlega slasaðir eftir að stórum hvítum trukki var ekið inn í mannþröng í Nice í Frakklandi um klukkan níu í gærkvöldi. Mörg börn eru sögð á meðal hinna látnu. Fjöldi fólks var samankominn á Promenade de Ainglese breiðgötunni til að horfa á tilkomumikla flugeldasýningu í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka sem var í gær, 14. júlí. Að sögn sjónarvotta kom trukkurinn inn í mannhafið á mikilli ferð og náði ökumaðurinn að keyra um tveggja kílómetra leið í gegnum mannþröngina áður en lögreglumenn skutu hann til bana. Fregnir herma að maðurinn hafi einnig skotið af byssu út um glugga trukksins en þær hafa þó ekki verið staðfestar. Yfirvöld hafa þó staðfest að skotvopn og sprengiefni hafi fundist í bílnum. Ljóst virðist að um hryðjuverk hafi verið að ræða en þó hafa engin samtök lýst ábyrgðinni á hendur sér. Ekki hefur verið opinberað hver árásarmaðurinn er en Reuters fréttastofan greinir frá því að um sé að ræða þrjátíu og eins árs gamlan mann af frönskum og túnískum uppruna. Hann mun hafa komist í kast við lögin áður en var þó ekki á sérstökum listum um grunaða hryðjuverkamenn. Neyðarástand sem verið hefur í Frakklandi frá því í Nóvember þegar 130 fórust í árásunum í París átti að renna út síðar í mánuðinum en það hefur nú verið framlengt um þrjá mánuði. Francois Hollande Frakklandsforseti sagði í ávarpi til frönsku þjóðarinnar í nótt að Frökkum stæði mikil ógn af íslömskum hryðjuverkasamtökum. Enn og aftur hefði hryllingur dunið á Frönsku þjóðinni. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Myndir frá Nice Mikil ringulreið ríkir nú á götum Nice þar sem óttast að yfir 70 manns hafi látist í því sem virðist hafa verið skipulögð árás. 14. júlí 2016 23:58 Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Nice til að láta vita af sér Neyðarnúmer borgaraþjónustunnar er opið allan sólarhringinn. 14. júlí 2016 00:01 Óttast að tugir séu látnir í Nice eftir að trukkur keyrði inn í mannþröng Borgarstjórinn í Nice segir fólki að halda til síns heima þar til frekari fréttir berast. 14. júlí 2016 21:50 Íslendingar í Nice: „Allt í einu fór fólk að hlaupa og öskra“ Rósalín Alma og kærasti hennar Rafn Svan voru á ströndinni í Nice að horfa á flugeldasýninguna þegar þau urðu vör við ofsahræðslu á götunum. 14. júlí 2016 23:29 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Að minnsta kosti áttatíu og fjórir eru látnir og átján eru alvarlega slasaðir eftir að stórum hvítum trukki var ekið inn í mannþröng í Nice í Frakklandi um klukkan níu í gærkvöldi. Mörg börn eru sögð á meðal hinna látnu. Fjöldi fólks var samankominn á Promenade de Ainglese breiðgötunni til að horfa á tilkomumikla flugeldasýningu í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka sem var í gær, 14. júlí. Að sögn sjónarvotta kom trukkurinn inn í mannhafið á mikilli ferð og náði ökumaðurinn að keyra um tveggja kílómetra leið í gegnum mannþröngina áður en lögreglumenn skutu hann til bana. Fregnir herma að maðurinn hafi einnig skotið af byssu út um glugga trukksins en þær hafa þó ekki verið staðfestar. Yfirvöld hafa þó staðfest að skotvopn og sprengiefni hafi fundist í bílnum. Ljóst virðist að um hryðjuverk hafi verið að ræða en þó hafa engin samtök lýst ábyrgðinni á hendur sér. Ekki hefur verið opinberað hver árásarmaðurinn er en Reuters fréttastofan greinir frá því að um sé að ræða þrjátíu og eins árs gamlan mann af frönskum og túnískum uppruna. Hann mun hafa komist í kast við lögin áður en var þó ekki á sérstökum listum um grunaða hryðjuverkamenn. Neyðarástand sem verið hefur í Frakklandi frá því í Nóvember þegar 130 fórust í árásunum í París átti að renna út síðar í mánuðinum en það hefur nú verið framlengt um þrjá mánuði. Francois Hollande Frakklandsforseti sagði í ávarpi til frönsku þjóðarinnar í nótt að Frökkum stæði mikil ógn af íslömskum hryðjuverkasamtökum. Enn og aftur hefði hryllingur dunið á Frönsku þjóðinni.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Myndir frá Nice Mikil ringulreið ríkir nú á götum Nice þar sem óttast að yfir 70 manns hafi látist í því sem virðist hafa verið skipulögð árás. 14. júlí 2016 23:58 Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Nice til að láta vita af sér Neyðarnúmer borgaraþjónustunnar er opið allan sólarhringinn. 14. júlí 2016 00:01 Óttast að tugir séu látnir í Nice eftir að trukkur keyrði inn í mannþröng Borgarstjórinn í Nice segir fólki að halda til síns heima þar til frekari fréttir berast. 14. júlí 2016 21:50 Íslendingar í Nice: „Allt í einu fór fólk að hlaupa og öskra“ Rósalín Alma og kærasti hennar Rafn Svan voru á ströndinni í Nice að horfa á flugeldasýninguna þegar þau urðu vör við ofsahræðslu á götunum. 14. júlí 2016 23:29 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Myndir frá Nice Mikil ringulreið ríkir nú á götum Nice þar sem óttast að yfir 70 manns hafi látist í því sem virðist hafa verið skipulögð árás. 14. júlí 2016 23:58
Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58
Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Nice til að láta vita af sér Neyðarnúmer borgaraþjónustunnar er opið allan sólarhringinn. 14. júlí 2016 00:01
Óttast að tugir séu látnir í Nice eftir að trukkur keyrði inn í mannþröng Borgarstjórinn í Nice segir fólki að halda til síns heima þar til frekari fréttir berast. 14. júlí 2016 21:50
Íslendingar í Nice: „Allt í einu fór fólk að hlaupa og öskra“ Rósalín Alma og kærasti hennar Rafn Svan voru á ströndinni í Nice að horfa á flugeldasýninguna þegar þau urðu vör við ofsahræðslu á götunum. 14. júlí 2016 23:29