Hallgrímur Jónasson hefur fært sig um set í dönsku úrvalsdeildinni en fram kemur á heimasíðu Lyngby að Húsvíkingurinn er búinn að semja við nýliðana til tveggja ára.
Hallgrímur kemur til Lyngby frá OB í Óðinsvéum þar sem hann spilaði í eitt tímabil og bar fyrirliðaband liðsins á tímabili. Þar áður spilaði Hallgrímur með SönderjyskE í þrjú ár og GAIS í Svíþjóð á undan því.
„Við erum mjög ánægðir með að fá Hallgrím til Lyngby. Hann er alvöru varnarmaður sem er sterkur einn á einn og mikill vinnuhestur. Hann mun gera okkur betri á æfingum og í leikjum,“ segir David Nielsen, þjálfari liðsins, um Hallgrím á heimasíðu félagsins.
Hallgrímur á að baki 144 leiki í dönsku úrvalsdeildinni og hefur því mikla reynslu sem ætti að hjálpa nýliðunum í endurkomu sinni í deild þeirra bestu. Lyngby vann B-deildina í Danmörku á síðasta tímabili.
OB verður því að öllum líkindum Íslendingalaust á næsta tímabili því Ari Freyr Skúlason er einnig á leiðinni til Lokeren í Belgíu.
Fyrsti leikur Hallgríms með Lyngby í deildinni gæti verið gegn ríkjandi meisturum FCK á laugardaginn en deildin hefst annað kvöld með viðureign Viborg og Nordsjælland.
Hallgrímur Jónason semur við nýliða í dönsku úrvalsdeildinni
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn