Tólf sæta stökk strákanna okkar á FIFA-listanum staðfest Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2016 08:45 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/EPA Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjasta FIFA-listanum sem var formlega gefinn út í morgun en Ísland hefur aldrei verið ofar á heimslista karlafótboltans. Vísir sagði frá þessu stóra stökki strákanna okkar strax á mánudaginn þar sem farið var eftir áreiðanlegu útreikninum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Gamla metið var 23. sæti sem liðið hefur þrisvar komist í áður eða í júlí, september og október 2015. Íslenska liðið hoppar upp um tólf sæti þökk sé frábærum árangri liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem strákarnir okkar komust alla leið í átta liða úrslitin. Íslands vann bæði Austurríki og England á EM í Frakklandi en báðar þjóðirnar eru enn fyrir ofan Ísland á listanum þótt að Austurríkismenn falli niður um ellefu sæti og sitji nú í næsta sæti fyrir ofan Ísland. Íslenska liðið fékk 1692.9 stig fyrir sigurinn á Austurríki og 1683.99 fyrir sigurinn á Englandi en í samanburði fékk Ísland aðeins 148.5 stig fyrir sigurinn á Liechtenstein. Meðal þjóða sem Ísland fór upp fyrir eru Slóvakía, Rúmenía, Bandaríkin, Holland, Kosta Ríka, Norður-Írland, Bosnía, Úkraína og Írland. Ísland er nú langefst af Norðurlandaþjóðunum en næstir koma Svíar í 40. sæti eða 18 sætum neðar en Ísland. Danir eru síðan í 44. sætinu. Argentína er áfram í efsta sæti FIFA-listans og fimm efstu sætin breytast ekkert. Næst koma því Belgía, Kólumbía, Þýskaland og Síle. Nýkrýndir Evrópumeistarar Portúgals fara upp um tvö sæti og upp í sjötta sæti. Frakkar eru í sjöunda sæti en þeir hækkuðu sig um heil tíu sæti. Spánn og Brasilía detta næði niður um tvö sæti en eru þó áfram inn á topp tíu. Ítalir eru í tíunda sætinu en í næsta sæti fyrir neðan er Wales sem hækkar sig um fimmtán sæti og fer upp í 11. sæti. Króatar (upp um 12. sæti í 15. sætið) og Pólverjar (upp um 11. sæti í 16. sætið) hækka sig líka mikið á þessum nýjasta lista en hér fyrir neðan má sjá 50 efstu sætin. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjasta FIFA-listanum sem var formlega gefinn út í morgun en Ísland hefur aldrei verið ofar á heimslista karlafótboltans. Vísir sagði frá þessu stóra stökki strákanna okkar strax á mánudaginn þar sem farið var eftir áreiðanlegu útreikninum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Gamla metið var 23. sæti sem liðið hefur þrisvar komist í áður eða í júlí, september og október 2015. Íslenska liðið hoppar upp um tólf sæti þökk sé frábærum árangri liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem strákarnir okkar komust alla leið í átta liða úrslitin. Íslands vann bæði Austurríki og England á EM í Frakklandi en báðar þjóðirnar eru enn fyrir ofan Ísland á listanum þótt að Austurríkismenn falli niður um ellefu sæti og sitji nú í næsta sæti fyrir ofan Ísland. Íslenska liðið fékk 1692.9 stig fyrir sigurinn á Austurríki og 1683.99 fyrir sigurinn á Englandi en í samanburði fékk Ísland aðeins 148.5 stig fyrir sigurinn á Liechtenstein. Meðal þjóða sem Ísland fór upp fyrir eru Slóvakía, Rúmenía, Bandaríkin, Holland, Kosta Ríka, Norður-Írland, Bosnía, Úkraína og Írland. Ísland er nú langefst af Norðurlandaþjóðunum en næstir koma Svíar í 40. sæti eða 18 sætum neðar en Ísland. Danir eru síðan í 44. sætinu. Argentína er áfram í efsta sæti FIFA-listans og fimm efstu sætin breytast ekkert. Næst koma því Belgía, Kólumbía, Þýskaland og Síle. Nýkrýndir Evrópumeistarar Portúgals fara upp um tvö sæti og upp í sjötta sæti. Frakkar eru í sjöunda sæti en þeir hækkuðu sig um heil tíu sæti. Spánn og Brasilía detta næði niður um tvö sæti en eru þó áfram inn á topp tíu. Ítalir eru í tíunda sætinu en í næsta sæti fyrir neðan er Wales sem hækkar sig um fimmtán sæti og fer upp í 11. sæti. Króatar (upp um 12. sæti í 15. sætið) og Pólverjar (upp um 11. sæti í 16. sætið) hækka sig líka mikið á þessum nýjasta lista en hér fyrir neðan má sjá 50 efstu sætin.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Sjá meira