Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 09:30 Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga á Valsvellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem Katalóníurisinn er með fótboltaskóla fyrir stúlkur. Eiður Smári ræðir æfingabúðirnar og áhrif þeirra í viðtali við heimasíðu Barcelona. Hann þekkir vel til hjá Barcelona enda spilaði hann 72 leiki með liðinu frá 2006 til 2009 og vann fjóra titla, þar á meðal þrennuna 2008-09. „Þetta er frábær reynsla. Það væri gaman að sjá æfingabúðirnar koma aftur hingað til Íslands í framtíðinni," sagði Eiður Smári Guðjohnsen.Sjá einnig:Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona FCBEscola fótboltaskólinn leggur áherslu á að kenna leikstílinn og hugarfarið hjá Barcelona sem hefur skilað félaginu öllum þessum titlum á síðustu árum. Barcelona hefur líka náð þessum árangri með frábæru unglingastarfi en stór hluti leikmanna liðsins hafa alist upp í Barcelona-skólanum. „Ég sá stelpurnar gera æfingarnar með bros á vör og virkilega reyna að bæta sig. Það gerist ekki betra en það," sagði Eiður Smári. Heimasíða Barcelona segir líka frá því að Eiður Smári hafi bent þeim á það að íslenskar fótboltakonur hafi hingað til náð betri árangri með landsliðinu en karlarnir. Karlaliðið er aftur á móti nýkomið heim eftir frægðarför til Frakklands þar sem liðið komst öllum að óvörum alla leið í átta liða úrslitin. „Við munum ekki gleyma þessu á meðan við lifum," sagði Eiður Smári. 295 stelpur á aldrinum 10 til 16 ára voru í Barcelona-búðunum sem hófust á föstudaginn en lýkur í dag. Auk Eiðs Smára komu fjórir þjálfarar frá Barcelona til að þjálfa stelpurnar og Eiður Smári var einnig langt frá því að vera eini íslenski landsliðsmaðurinn á svæðinu því margir liðsfélagar hans komu líka í heimsókn. Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga á Valsvellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem Katalóníurisinn er með fótboltaskóla fyrir stúlkur. Eiður Smári ræðir æfingabúðirnar og áhrif þeirra í viðtali við heimasíðu Barcelona. Hann þekkir vel til hjá Barcelona enda spilaði hann 72 leiki með liðinu frá 2006 til 2009 og vann fjóra titla, þar á meðal þrennuna 2008-09. „Þetta er frábær reynsla. Það væri gaman að sjá æfingabúðirnar koma aftur hingað til Íslands í framtíðinni," sagði Eiður Smári Guðjohnsen.Sjá einnig:Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona FCBEscola fótboltaskólinn leggur áherslu á að kenna leikstílinn og hugarfarið hjá Barcelona sem hefur skilað félaginu öllum þessum titlum á síðustu árum. Barcelona hefur líka náð þessum árangri með frábæru unglingastarfi en stór hluti leikmanna liðsins hafa alist upp í Barcelona-skólanum. „Ég sá stelpurnar gera æfingarnar með bros á vör og virkilega reyna að bæta sig. Það gerist ekki betra en það," sagði Eiður Smári. Heimasíða Barcelona segir líka frá því að Eiður Smári hafi bent þeim á það að íslenskar fótboltakonur hafi hingað til náð betri árangri með landsliðinu en karlarnir. Karlaliðið er aftur á móti nýkomið heim eftir frægðarför til Frakklands þar sem liðið komst öllum að óvörum alla leið í átta liða úrslitin. „Við munum ekki gleyma þessu á meðan við lifum," sagði Eiður Smári. 295 stelpur á aldrinum 10 til 16 ára voru í Barcelona-búðunum sem hófust á föstudaginn en lýkur í dag. Auk Eiðs Smára komu fjórir þjálfarar frá Barcelona til að þjálfa stelpurnar og Eiður Smári var einnig langt frá því að vera eini íslenski landsliðsmaðurinn á svæðinu því margir liðsfélagar hans komu líka í heimsókn.
Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira