Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júlí 2016 16:08 Bæta þyrfti innviði hér á landi verði verkefnið að veruleika. vísir/vilhelm Kostnaðar- og ábatagreining á sæstreng til Bretlands leiðir í ljós að verkefnið nær ekki lágmarksarðsemi nema til komi beinn stuðningur frá breskum stjórnvöldum. Kostnaður við uppsetningu slíks strengs er metinn um 800 milljarðar króna. Það er um 72 Vaðlaheiðargöng. Verði af slíkum stuðningi gætu áhrif slíks sæstrengs haft jákvæð áhrif á landsframleiðslu. Þetta er meðal þess sem lesa má í skýrslu verkefnisstjórnar um sæstreng til Evrópu. Í júní 2013 skilaði starfshópur skýrslu um raforkusæstreng milli Íslands og Evrópu. Sú skýrsla var lögð fyrir Alþingi. Í áliti atvinnuveganefndar, frá árinu 2014, var lagt til að ýmsir þættir málsins yrðu skoðaðir nánar. Verkefnisstjórn sæstrengs hefur nú skilað lokaskýrslum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra vegna umræddra verkefna. Meðal þess sem þær skýrslur fela í sér er heildstæð kostnaðar- og ábatagreining og mat á áhrifum sæstrengs á efnahag, heimili og atvinnulíf, kortlagning á eftirspurn eftir raforku næstu árin, raforkuþörf sæstrengs og hvernig mæta eigi henni, mat á afgangsorku, áhrif á flutningskerfi raforku, ýmis tæknileg atriði, mat á nýtingu jarða og rekstri smærri virkjana, umhverfisáhrif, þróun orkustefnu Evrópusambandsins og reynsla Noregs. Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar, sem lesa má í heild sinni hér, er að sæstrengur kallar á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á 1.459MW af nýju uppsettu afli. Einnig er áætlað að sæstrengurinn myndi hækka raforkuverð til heimilanna um fimm til tíu prósent. Viðræður um hugsanlegan sæstreng milli Íslands og Bretlands hófust í október 2015 í kjölfar fundar þáverandi forsætisráðherra landanna, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og David Cameron. Tengdar fréttir Rannsóknir vegna lagningar sæstrengs að hefjast Breskir aðilar vonast til að niðurstöður rannsókna nýtist í verkefni um lagningu sæstrengs á milli Bretlands og Íslands. 9. júní 2015 09:00 Vill ræða við Breta og fá svör um sæstreng Formaður atvinnuveganefndar sér ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu svo svör fáist við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. 22. apríl 2015 08:15 Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér Ekki verða orð fyrrverandi orkumálaráðherra Breta skilin öðruvísi en að bresk stjórnvöld séu orðin langeyg eftir viðræðum um sæstreng milli landanna. Enn er bent á hversu arðbær sæstrengur getur orðið. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Kostnaðar- og ábatagreining á sæstreng til Bretlands leiðir í ljós að verkefnið nær ekki lágmarksarðsemi nema til komi beinn stuðningur frá breskum stjórnvöldum. Kostnaður við uppsetningu slíks strengs er metinn um 800 milljarðar króna. Það er um 72 Vaðlaheiðargöng. Verði af slíkum stuðningi gætu áhrif slíks sæstrengs haft jákvæð áhrif á landsframleiðslu. Þetta er meðal þess sem lesa má í skýrslu verkefnisstjórnar um sæstreng til Evrópu. Í júní 2013 skilaði starfshópur skýrslu um raforkusæstreng milli Íslands og Evrópu. Sú skýrsla var lögð fyrir Alþingi. Í áliti atvinnuveganefndar, frá árinu 2014, var lagt til að ýmsir þættir málsins yrðu skoðaðir nánar. Verkefnisstjórn sæstrengs hefur nú skilað lokaskýrslum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra vegna umræddra verkefna. Meðal þess sem þær skýrslur fela í sér er heildstæð kostnaðar- og ábatagreining og mat á áhrifum sæstrengs á efnahag, heimili og atvinnulíf, kortlagning á eftirspurn eftir raforku næstu árin, raforkuþörf sæstrengs og hvernig mæta eigi henni, mat á afgangsorku, áhrif á flutningskerfi raforku, ýmis tæknileg atriði, mat á nýtingu jarða og rekstri smærri virkjana, umhverfisáhrif, þróun orkustefnu Evrópusambandsins og reynsla Noregs. Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar, sem lesa má í heild sinni hér, er að sæstrengur kallar á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á 1.459MW af nýju uppsettu afli. Einnig er áætlað að sæstrengurinn myndi hækka raforkuverð til heimilanna um fimm til tíu prósent. Viðræður um hugsanlegan sæstreng milli Íslands og Bretlands hófust í október 2015 í kjölfar fundar þáverandi forsætisráðherra landanna, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og David Cameron.
Tengdar fréttir Rannsóknir vegna lagningar sæstrengs að hefjast Breskir aðilar vonast til að niðurstöður rannsókna nýtist í verkefni um lagningu sæstrengs á milli Bretlands og Íslands. 9. júní 2015 09:00 Vill ræða við Breta og fá svör um sæstreng Formaður atvinnuveganefndar sér ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu svo svör fáist við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. 22. apríl 2015 08:15 Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér Ekki verða orð fyrrverandi orkumálaráðherra Breta skilin öðruvísi en að bresk stjórnvöld séu orðin langeyg eftir viðræðum um sæstreng milli landanna. Enn er bent á hversu arðbær sæstrengur getur orðið. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Rannsóknir vegna lagningar sæstrengs að hefjast Breskir aðilar vonast til að niðurstöður rannsókna nýtist í verkefni um lagningu sæstrengs á milli Bretlands og Íslands. 9. júní 2015 09:00
Vill ræða við Breta og fá svör um sæstreng Formaður atvinnuveganefndar sér ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu svo svör fáist við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. 22. apríl 2015 08:15
Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér Ekki verða orð fyrrverandi orkumálaráðherra Breta skilin öðruvísi en að bresk stjórnvöld séu orðin langeyg eftir viðræðum um sæstreng milli landanna. Enn er bent á hversu arðbær sæstrengur getur orðið. 21. apríl 2015 07:00