Skora á yfirvöld að flýta framkvæmdum við Vesturlandsveg Atli Ísleifsson skrifar 29. júlí 2016 10:50 Skýrsla Vífils Karlssonar hagfræðings um ástand vega á Vesturlandi var lögð fyrir fund bæjarráðs Akranessbæjar í gær. vísir/nanna Bæjarráð Akraness hefur skorað á samgönguyfirvöld að flýta framkvæmdum við Vesturlandsveg. Skýrsla Vífils Karlssonar hagfræðings um ástand vega á Vesturlandi var lögð fyrir fund bæjarráðs í gær, en skýrslan var unnin fyrir samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Kemur þar fram að fjárveiting til Vesturlandsvegar nemi um helming af fjárveitingu til Reykjanesbrautar á tíu ára tímabili, eða á árunum 2005 til 2014. Í bókun bæjarráðs segir að skorað sé á samgönguyfirvöld að forgangsraða fjárveitingum í þágu umferðaröryggis og hefja nú þegar breikkun á Vesturlandsvegi. „Nýjustu tölur frá Vegagerðinni sýna mikla aukningu umferðar á milli ára á flestum vegum landsins. Aukningin er hvað mest á Vesturlandi en umferð um Hvalfjarðargöng hefur aukist um 21% á fyrstu 5 mánuðum ársins miðað við sama tímabil ársins 2015. Í síðastliðnum júní mánuði fóru tæplega átta þúsund bílar í gegnum göngin daglega. Samkvæmt yfirliti Vífils Karlssonar hagfræðings sem hefur borið saman útgjöld til nýframkvæmda og reksturs á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut síðastliðin 10 ár eða frá 2005 til 2014 kemur fram að útgjöld til Vesturlandsvegar eru um helmingi lægri en til Reykjanesbrautar á þessu tímabili og um 15% lægri en til Suðurlandsvegar. Sú mikla fjölgun ferðamanna sem við sjáum á Íslandi á allra síðustu árum gerir úrbætur í vegamálum að einu brýnasta samfélagsverkefni okkar um þessar mundir. Í gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir því að hefja breikkun Vesturlandsvegar á árunum 2019 til 2022. Að mati bæjarráðs á Akranesi er verkefnið svo brýnt að flýta verður framkvæmdum eins og kostur er. Það er með öllu óviðunandi að árið 2016 sé enn verið að keyra einbreiðan Vesturlandsveg og að sú verði raunin næsta áratug eða svo," segir í áskoruninni sem hefur verið send samgönguyfirvöldum og þingmönnum norðvesturkjördæmis. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Bæjarráð Akraness hefur skorað á samgönguyfirvöld að flýta framkvæmdum við Vesturlandsveg. Skýrsla Vífils Karlssonar hagfræðings um ástand vega á Vesturlandi var lögð fyrir fund bæjarráðs í gær, en skýrslan var unnin fyrir samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Kemur þar fram að fjárveiting til Vesturlandsvegar nemi um helming af fjárveitingu til Reykjanesbrautar á tíu ára tímabili, eða á árunum 2005 til 2014. Í bókun bæjarráðs segir að skorað sé á samgönguyfirvöld að forgangsraða fjárveitingum í þágu umferðaröryggis og hefja nú þegar breikkun á Vesturlandsvegi. „Nýjustu tölur frá Vegagerðinni sýna mikla aukningu umferðar á milli ára á flestum vegum landsins. Aukningin er hvað mest á Vesturlandi en umferð um Hvalfjarðargöng hefur aukist um 21% á fyrstu 5 mánuðum ársins miðað við sama tímabil ársins 2015. Í síðastliðnum júní mánuði fóru tæplega átta þúsund bílar í gegnum göngin daglega. Samkvæmt yfirliti Vífils Karlssonar hagfræðings sem hefur borið saman útgjöld til nýframkvæmda og reksturs á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut síðastliðin 10 ár eða frá 2005 til 2014 kemur fram að útgjöld til Vesturlandsvegar eru um helmingi lægri en til Reykjanesbrautar á þessu tímabili og um 15% lægri en til Suðurlandsvegar. Sú mikla fjölgun ferðamanna sem við sjáum á Íslandi á allra síðustu árum gerir úrbætur í vegamálum að einu brýnasta samfélagsverkefni okkar um þessar mundir. Í gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir því að hefja breikkun Vesturlandsvegar á árunum 2019 til 2022. Að mati bæjarráðs á Akranesi er verkefnið svo brýnt að flýta verður framkvæmdum eins og kostur er. Það er með öllu óviðunandi að árið 2016 sé enn verið að keyra einbreiðan Vesturlandsveg og að sú verði raunin næsta áratug eða svo," segir í áskoruninni sem hefur verið send samgönguyfirvöldum og þingmönnum norðvesturkjördæmis.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira