Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Jakob Bjarnar skrifar 26. júlí 2016 10:01 Einar Kárason vandar Pírötum ekki kveðjurnar og hann kann að kreista pennann. Einar Kárason rithöfundur vandar Deildu.net og Pírötum ekki kveðjurnar; og hann kann að koma orðum að því. „Þeir hjá deildu.is settu inn merkileg skilaboð í framhaldi af dómi í máli sem STEF og fleiri höfðuðu, því hún minnir á að Píratar eru ekki bara einhverjir góðir krakkar með áhuga á framförum og mannréttindum, heldur samtök um þjófnað og gripdeildir, sem á uppruna sinn hjá illa innrættu fólki t.d. í Þýskalandi og Svíþjóð,“ skrifar Einar á Facebook-vegg sinn. Fjölmargir listamenn hafa tekið í sama streng og Jakob Frímann Magnússon, sem löngum hefur farið fyrir tónlistarmönnum í þessum efnum hefur deilt hinum köldu kveðjum Einars. Þá vekur athygli að Sjálfstæðismennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Óli Björn Kárason gefa merki um að vera Einari hjartanlega sammála.Vísir hefur fjallað um málið en félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. Þá hefur FRÍSK eitt og sér lagt fram kæru á hendur nokkrum af notendum síðunnar sem hafa hlaðið upp á hana íslenskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.Píratar sökka Einar vitnar í orðsendingu sem finna má á Deildu. „Kæru notendur. Mig langar að biðja ykkur um að deila inn öllu íslensku efni sem þið mögulega getið. Allt sem þið finnið/eigið endilega setjið það inn á síðuna. Sýnið að við erum öll Pirates Yarr!“Þessi skilaboð á Deildu finnst Einari Kárasyni, og reyndar fjölmörgum listamönnum öðrum, fyrir neðan allar hellur.Þetta þykir hinum grama rithöfundi fyrir neðan allar hellur, hann heldur áfram og mundar penna: „Í framhaldi hafa stuðningsmenn á facebook og víðar hellt sér yfir STEF og þannig samtök, og skipað þeim að skilja að 21. öldin sé upprunnin. Íslenskt efni hefur verið búið til með vinnu og eigum íslenskra listamanna og útgefenda, og að stela því og dreifa frítt er svipað og að hnupla launaumslögum vinnandi fólks. Píratar sökka!“Ef hægt er að stela er þetta í lagi Bjarni Bernharður Bjarnason rithöfundur bendir hinum grama Einari á að hinir íslensku Píratar hafi ekkert með Deildu að gera. „Reyndu að kynna þér málin áður en þú ferð með svona vitleysu.“ En ekki sljákkar í Einari við þessa ábendingu, nema síður sé: „Píratar kenna sig við þá iðju sem hefur alþjóðlega orðið ýmsum hugsjón, að stela og deila höfundavörðu efni; það athæfi er á ensku kallað "piracy". Af rótum þeirrar hugsjónar spretta líka flokkar í ýmsum löndum sem kenna sig við þessa iðju, og sömuleiðis "deilisíður" eins og "deildu" - það er kallað "piracy webs" á ensku. Réttlætingin er þessi: ef hægt er að stela því sem aðrir eiga, og eigendurnir geta ekki varið sig gegn þjófnaðinum, þá er þetta í lagi. Og hætti menn svo að heimskast með að Pírataflokkurinn íslenski hafi ekkert með þetta að gera.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bíður ákæru fyrir að setja Sönn íslensk sakamál á Deildu Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að haldlagningu raftækja hans yrði aflétt. Maðurinn er bíður ákæru fyrir að hafa deilt myndefni ólöglega. 8. júní 2016 19:45 Kæra stjórnanda Deildu Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira
Einar Kárason rithöfundur vandar Deildu.net og Pírötum ekki kveðjurnar; og hann kann að koma orðum að því. „Þeir hjá deildu.is settu inn merkileg skilaboð í framhaldi af dómi í máli sem STEF og fleiri höfðuðu, því hún minnir á að Píratar eru ekki bara einhverjir góðir krakkar með áhuga á framförum og mannréttindum, heldur samtök um þjófnað og gripdeildir, sem á uppruna sinn hjá illa innrættu fólki t.d. í Þýskalandi og Svíþjóð,“ skrifar Einar á Facebook-vegg sinn. Fjölmargir listamenn hafa tekið í sama streng og Jakob Frímann Magnússon, sem löngum hefur farið fyrir tónlistarmönnum í þessum efnum hefur deilt hinum köldu kveðjum Einars. Þá vekur athygli að Sjálfstæðismennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Óli Björn Kárason gefa merki um að vera Einari hjartanlega sammála.Vísir hefur fjallað um málið en félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. Þá hefur FRÍSK eitt og sér lagt fram kæru á hendur nokkrum af notendum síðunnar sem hafa hlaðið upp á hana íslenskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.Píratar sökka Einar vitnar í orðsendingu sem finna má á Deildu. „Kæru notendur. Mig langar að biðja ykkur um að deila inn öllu íslensku efni sem þið mögulega getið. Allt sem þið finnið/eigið endilega setjið það inn á síðuna. Sýnið að við erum öll Pirates Yarr!“Þessi skilaboð á Deildu finnst Einari Kárasyni, og reyndar fjölmörgum listamönnum öðrum, fyrir neðan allar hellur.Þetta þykir hinum grama rithöfundi fyrir neðan allar hellur, hann heldur áfram og mundar penna: „Í framhaldi hafa stuðningsmenn á facebook og víðar hellt sér yfir STEF og þannig samtök, og skipað þeim að skilja að 21. öldin sé upprunnin. Íslenskt efni hefur verið búið til með vinnu og eigum íslenskra listamanna og útgefenda, og að stela því og dreifa frítt er svipað og að hnupla launaumslögum vinnandi fólks. Píratar sökka!“Ef hægt er að stela er þetta í lagi Bjarni Bernharður Bjarnason rithöfundur bendir hinum grama Einari á að hinir íslensku Píratar hafi ekkert með Deildu að gera. „Reyndu að kynna þér málin áður en þú ferð með svona vitleysu.“ En ekki sljákkar í Einari við þessa ábendingu, nema síður sé: „Píratar kenna sig við þá iðju sem hefur alþjóðlega orðið ýmsum hugsjón, að stela og deila höfundavörðu efni; það athæfi er á ensku kallað "piracy". Af rótum þeirrar hugsjónar spretta líka flokkar í ýmsum löndum sem kenna sig við þessa iðju, og sömuleiðis "deilisíður" eins og "deildu" - það er kallað "piracy webs" á ensku. Réttlætingin er þessi: ef hægt er að stela því sem aðrir eiga, og eigendurnir geta ekki varið sig gegn þjófnaðinum, þá er þetta í lagi. Og hætti menn svo að heimskast með að Pírataflokkurinn íslenski hafi ekkert með þetta að gera.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bíður ákæru fyrir að setja Sönn íslensk sakamál á Deildu Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að haldlagningu raftækja hans yrði aflétt. Maðurinn er bíður ákæru fyrir að hafa deilt myndefni ólöglega. 8. júní 2016 19:45 Kæra stjórnanda Deildu Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira
Bíður ákæru fyrir að setja Sönn íslensk sakamál á Deildu Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að haldlagningu raftækja hans yrði aflétt. Maðurinn er bíður ákæru fyrir að hafa deilt myndefni ólöglega. 8. júní 2016 19:45
Kæra stjórnanda Deildu Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. 25. júlí 2016 07:00