Enski boltinn

Sjáðu allar nýju keppnistreyjurnar í ensku úrvalsdeildinni | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir
Með hverjum deginum styttist í að eitt mest spennandi tímabil í enska boltanum fari af stað en deildin hefst laugardaginn 13. ágúst með hádegisleik nýliða Hull og Englandsmeistara Leicester.

Eins og alltaf mæta öll liðin til leiks í nýjum treyjum til að fá stuðningsmennina til að kaupa sér nýjar og fríska upp á útlitið. Stundum hitta liðin í mark og stundum ekki.

Adidas er búið að taka rendurnar þrjár af ermum búninga Manchester United og setja þær á síðuna en Adidas er einnig búningaframleiðandi Chelsea sem mætir til leiks í nokkuð glæsilegri treyju.

Sky Sports er búið að taka saman myndir og umsagnir um allar treyjur liðanna 20 sem spila í ensku úrvalsdeildinni í vetur en þessa úttekt má finna hér.

Ein af þeim treyjum sem hefur vakið mesta athygli er nýja keppnistreyja Southampton en Dýrlingarnir eru komnir í Under Armour eftir að gera sjö ára samning við fyrirtækið í sumar.

Þriðji búningur Stoke hefur einnig vakið athygli en hann er þverröndóttur með bleikum og fjólubláum röndum.

Sjáðu allar treyjurnar á vef Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×