Paul Scholes, goðsögn hjá Manchester United, segir að Frakkinn Paul Pogba sem ekki þess virði að greiða um 86 milljónir punda fyrir. Talið er nær fullvíst að Pogba gangi til liðs við United, á ný, og þurfi félagið að greiða þá upphæð til að klófesta hann frá Juventus.
Scholes lék og æfði með Pogba þegar þeir voru báðir hjá Manchester United og sá síðarnefndi yfirgaf félagið árið 2012.
„Hann var mjög hæfileikaríkur ungur leikmaður og ég vissi alveg hversu góður hann var. Hann spilaði samt sem áður sjaldan fyrir aðalliðið, en ég held að hann hafi farið frá liðinu útaf því að hann var að fara fram á of há laun," segir Scholes.
Scholes segir að greinilega hafi honum farið mjög mikið fram en sé ekki þess virði að greiða 86 milljónir punda fyrir.
„Fyrir þessa upphæð viltu mann sem er að skora 50 mörk á tímabili, eins og Ronaldo eða Messi. Pogba er alls ekki í þeim klassa.“
Scholes: Þú vilt fá Ronaldo eða Messi fyrir þessa upphæð
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið




Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn





Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn