Mikilvægt að við skoðum aftur fyrir okkur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2016 10:30 Með sýningunni í Ólafsdal kveðst Guðrún vilja gera formæðrum sínum hátt undir höfði án þess að fella yfir þeim dóma eða veita verðlaun. Mynd/Einar Bergmundur Langamma mín kom úr Dölunum og þegar ég fór að skoða betur kvenlegginn minn, móður – móður – móður, allt aftur til 1685, komst ég að því að þær höfðu allar búið þar á tiltölulega litlu landsvæði. Ég er búin að fara á þá staði og þefa, skoða og líta í kringum mig. Reyndi að finna út hvernig lífi þær lifðu og það hratt mér út í að mála af þeim myndir,“ segir Guðrún Tryggvadóttir myndlistarkona sem opnar sýningu í gamla skólahúsinu í Ólafsdal, fyrir botni Gilsfjarðar, á morgun. „Flestar ömmur mínar voru í Kvennabrekkusókn en líka á Skarðsströndinni sem er skammt frá Ólafsdal. Því fannst mér upplagt að láta þær hittast þar og horfast í augu,“ segir Guðrún og heldur áfram. „Ólafsdalur er svolítið úr leið eftir að Gilsfjarðarbrúin var byggð en hann er alger perla. Þar er búið að vinna gott starf við að gera upp gamla skólahúsið, innvolsið er óbreytt og panillinn er í yndislegum litum. Að vinna að myndlist þar veitti mér innblástur.“ Guðrún býr á Alviðru í Ölfusi, við rætur Ingólfsfjalls, á móti Þrastarlundi. Hún og maður hennar halda utan um vefinn nattura.is en hún er líka myndlistarmaður og hefur lagt rækt við þann þátt í auknum mæli síðustu ár. Málverkin sem hún gerði af formæðrum sínum eru frekar stór. „Ég málaði þær eins og ég sé þær fyrir mér, eftir að hafa farið í gegnum þau litlu gögn sem ég hafði. Það eru nokkrar setningar skrifaðar um sumar, ekkert um aðrar, eins og títt er um fyrri tíðar konur. En ég sé í Íslendingabók hvenær þær byrjuðu að eignast börn, hversu mörg börn þær fæddu og hve mörg komust upp.“ Ekki segir Guðrún túlkun sína yfirnáttúrulega á nokkurn hátt en andinn hafi virkilega komið yfir hana af því að kafa ofan í þetta efni án þess þó að setja líf kvennanna inn í einhverja fornöld. „Okkur hættir til að sjá allt í svarthvítu sem er horfið okkur en þetta voru konur af holdi og blóði sem áttu lífsferil eins og við og höfðu liti náttúrunnar í kringum sig. Þær þurftu að sinna heimilum og setja mat á borð – og það erum við enn að fást við þó við eigum ekki tólf börn í torfkofa. Ekki höfðu þær mikið á milli handanna en ég vil með sýningunni gera þeim hátt undir höfði án þess að fella yfir þeim dóma eða veita verðlaun. Mér finnst mikilvægt að við skoðum aftur fyrir okkur öðru hvoru í stað þess að finnast við sjálf merkilegri en allt.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júlí 2016. Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Langamma mín kom úr Dölunum og þegar ég fór að skoða betur kvenlegginn minn, móður – móður – móður, allt aftur til 1685, komst ég að því að þær höfðu allar búið þar á tiltölulega litlu landsvæði. Ég er búin að fara á þá staði og þefa, skoða og líta í kringum mig. Reyndi að finna út hvernig lífi þær lifðu og það hratt mér út í að mála af þeim myndir,“ segir Guðrún Tryggvadóttir myndlistarkona sem opnar sýningu í gamla skólahúsinu í Ólafsdal, fyrir botni Gilsfjarðar, á morgun. „Flestar ömmur mínar voru í Kvennabrekkusókn en líka á Skarðsströndinni sem er skammt frá Ólafsdal. Því fannst mér upplagt að láta þær hittast þar og horfast í augu,“ segir Guðrún og heldur áfram. „Ólafsdalur er svolítið úr leið eftir að Gilsfjarðarbrúin var byggð en hann er alger perla. Þar er búið að vinna gott starf við að gera upp gamla skólahúsið, innvolsið er óbreytt og panillinn er í yndislegum litum. Að vinna að myndlist þar veitti mér innblástur.“ Guðrún býr á Alviðru í Ölfusi, við rætur Ingólfsfjalls, á móti Þrastarlundi. Hún og maður hennar halda utan um vefinn nattura.is en hún er líka myndlistarmaður og hefur lagt rækt við þann þátt í auknum mæli síðustu ár. Málverkin sem hún gerði af formæðrum sínum eru frekar stór. „Ég málaði þær eins og ég sé þær fyrir mér, eftir að hafa farið í gegnum þau litlu gögn sem ég hafði. Það eru nokkrar setningar skrifaðar um sumar, ekkert um aðrar, eins og títt er um fyrri tíðar konur. En ég sé í Íslendingabók hvenær þær byrjuðu að eignast börn, hversu mörg börn þær fæddu og hve mörg komust upp.“ Ekki segir Guðrún túlkun sína yfirnáttúrulega á nokkurn hátt en andinn hafi virkilega komið yfir hana af því að kafa ofan í þetta efni án þess þó að setja líf kvennanna inn í einhverja fornöld. „Okkur hættir til að sjá allt í svarthvítu sem er horfið okkur en þetta voru konur af holdi og blóði sem áttu lífsferil eins og við og höfðu liti náttúrunnar í kringum sig. Þær þurftu að sinna heimilum og setja mat á borð – og það erum við enn að fást við þó við eigum ekki tólf börn í torfkofa. Ekki höfðu þær mikið á milli handanna en ég vil með sýningunni gera þeim hátt undir höfði án þess að fella yfir þeim dóma eða veita verðlaun. Mér finnst mikilvægt að við skoðum aftur fyrir okkur öðru hvoru í stað þess að finnast við sjálf merkilegri en allt.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júlí 2016.
Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira