Erlent

Tæplega 100 hershöfðingar og foringjar ákærðir vegna valdaránstilraunarinnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Fræðimönnum hefur verið bannað að ferðast frá Tyrklandi.
Fræðimönnum hefur verið bannað að ferðast frá Tyrklandi. Vísir/Getty
Níutíu og níu hershöfðingjar og foringjar í tyrkneska hernum, af 356 yfirmönnum, hafa verið ákærðir vegna valdaránstilraunarinnar síðastliðinn föstudag. Þetta kemur fram á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að tyrknesk yfirvöld hafa bannað fræðimönnum að ferðast úr landinu.

Miklar hreinsanir hafa staðið yfir í opinbera geiranum eftir valdaránstilraunina en 50 þúsund opinberir starfsmenn hafa annað hvort verið reknir eða þeim vikið úr starfi. 

1.557 deildarforsetar í tyrkneskum háskólum hafa verið beðnir um að segja af sér en búið er að víkja 21.000 kennurum úr starfi og 15.000 starfsmönnum menntamálaráðuneytisins. 

Þeir eru taldir tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld hafa grunaðan um að vera höfuðpaurinn á bak við valdaránstilraunina, en Gulen hefur staðfastlega neitað allri aðkomu.

Um leið og ljóst var að valdaránið hefði misheppnast var ráðist í hreinsanirnar. Byrjað var á meðlimum öryggissveita Tyrklands en þær náðu síðar yfir allan opinbera geirann.

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa varað við því að þessar hreinsanir ná til fjölmiðla og blaðamanna, þar á meðal þeirra sem eru gagnrýnir á stefnu stjórnar Erdogans forseta.

Tyrknesk stjórnvöld hafa náð að koma í veg fyrir að íbúar Tyrklands komist inn á uppljóstrunarsíðu WikiLeaks sem lak þúsundum tölvupósta sem sýna samskipti háttsettra meðlima AKP-flokks Erdogans


Tengdar fréttir

Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi

Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×