Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. júlí 2016 08:31 Recep Tayyip Redogan, forseti Tyrklands. ) Vísir/EPA Wikileaks hefur gert tæplega þrjúhundruð þúsund tölvupósta frá Réttlætis- og uppbyggingarflokknum, AKP, í Tyrklandi aðgengilega á netinu. Flokkurinn er í meirihluta á tyrkneska þinginu og hið pólitíska afl á bakvið forseta landsins Recep Tayyip Erdogan. Tyrkland hefur verið í brennidepli frá því um helgina þegar hluti tyrkneska hersins reyndi að fremja valdarán í landinu á meðan forsetinn var í burtu í fríi. Valdaránið misheppnaðist og hafa stjórnvöld tekið að fangelsa kennara og fulltrúa dómsvalds auk mörg þúsund hermanna sem taldir eru tengjast uppreisnarmönnum. Samkvæmt upplýsingum frá Wikileaks er aðeins um fyrsta hluta tölvupóstana að ræða sem gerðir verða aðgengilegir hinum almenna borgara en póstarnir tilheyra flokksmönnum sem byrja á stöfum frá a til i í stafrófinu. Wikileaks komst yfir efnið um viku fyrir hið misheppnaða valdarán hluta tyrkneska hersins. Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. Samtökin segjast hafa gengið úr skugga um að bæði efnið sé sannanlega frá hinum tyrkneska stjórnmálaflokki og að heimildarmaðurinn sé sá sem hann segist vera. Er sérstaklega tekið fram að heimildarmaðurinn tengist ekki þeim sem stóðu að valdaráninu eða flokki í stjórnarandstöðu í Tyrklandi. Elsti pósturinn er frá árinu 2010 en sá nýjasti frá því 6. júlí á þessu ári.Hér er hægt að leita í gagnagrunni Wikileaks í póstum flokksmanna.RELEASE: 294,548 emails from Turkey's ruling political party, Erdoğan's AKP #AKPemails https://t.co/1Yof7YZpH7 pic.twitter.com/vFw8KLMIsX— WikiLeaks (@wikileaks) July 20, 2016 Tengdar fréttir Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00 Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00 Um 50 þúsund ýtt til hliðar eða fangelsaðir Hermenn, lögregluþjónar, dómarar, embættismenn og kennarar hafa lent í hreinsunum stjórnvalda í Tyrklandi. 19. júlí 2016 20:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Wikileaks hefur gert tæplega þrjúhundruð þúsund tölvupósta frá Réttlætis- og uppbyggingarflokknum, AKP, í Tyrklandi aðgengilega á netinu. Flokkurinn er í meirihluta á tyrkneska þinginu og hið pólitíska afl á bakvið forseta landsins Recep Tayyip Erdogan. Tyrkland hefur verið í brennidepli frá því um helgina þegar hluti tyrkneska hersins reyndi að fremja valdarán í landinu á meðan forsetinn var í burtu í fríi. Valdaránið misheppnaðist og hafa stjórnvöld tekið að fangelsa kennara og fulltrúa dómsvalds auk mörg þúsund hermanna sem taldir eru tengjast uppreisnarmönnum. Samkvæmt upplýsingum frá Wikileaks er aðeins um fyrsta hluta tölvupóstana að ræða sem gerðir verða aðgengilegir hinum almenna borgara en póstarnir tilheyra flokksmönnum sem byrja á stöfum frá a til i í stafrófinu. Wikileaks komst yfir efnið um viku fyrir hið misheppnaða valdarán hluta tyrkneska hersins. Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. Samtökin segjast hafa gengið úr skugga um að bæði efnið sé sannanlega frá hinum tyrkneska stjórnmálaflokki og að heimildarmaðurinn sé sá sem hann segist vera. Er sérstaklega tekið fram að heimildarmaðurinn tengist ekki þeim sem stóðu að valdaráninu eða flokki í stjórnarandstöðu í Tyrklandi. Elsti pósturinn er frá árinu 2010 en sá nýjasti frá því 6. júlí á þessu ári.Hér er hægt að leita í gagnagrunni Wikileaks í póstum flokksmanna.RELEASE: 294,548 emails from Turkey's ruling political party, Erdoğan's AKP #AKPemails https://t.co/1Yof7YZpH7 pic.twitter.com/vFw8KLMIsX— WikiLeaks (@wikileaks) July 20, 2016
Tengdar fréttir Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00 Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00 Um 50 þúsund ýtt til hliðar eða fangelsaðir Hermenn, lögregluþjónar, dómarar, embættismenn og kennarar hafa lent í hreinsunum stjórnvalda í Tyrklandi. 19. júlí 2016 20:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00
Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00
Um 50 þúsund ýtt til hliðar eða fangelsaðir Hermenn, lögregluþjónar, dómarar, embættismenn og kennarar hafa lent í hreinsunum stjórnvalda í Tyrklandi. 19. júlí 2016 20:00