Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. júlí 2016 07:00 Binali Yilderim, forsætisráðherra Tyrklands. vísir/epa Mikil hreinsunarherferð stendur nú yfir í Tyrklandi vegna valdaránstilraunar hersins um síðustu helgi. Allir sem taldir eru hafa tengsl við hreyfingu klerksins Fetúlla Gülen eru reknir úr starfi eða handteknir. „Við munum rífa þá upp með rótum til þess að engin leynileg hryðjuverkasamtök muni dirfast að svíkja okkar blessuðu þjóð aftur,“ sagði Binali Yildirim forsætisráðherra. Liðsmenn Gülen-hreyfingarinnar í Tyrklandi skipta milljónum, en leiðtogi hennar hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum síðan 1999. Liðsmenn hreyfingarinnar hafa verið óhræddir við að gagnrýna einræðistilburði Receps Tayyips Erdogan forseta á síðustu árum, meðal annars í áhrifamiklum fjölmiðlum sem hreyfing Gülens hefur haft á sínum snærum í Tyrklandi. Tugir sjónvarps- og útvarpsstöðva hafa verið sviptar útsendingarleyfi. Í gær voru meira en 15 þúsund kennarar og aðrir starfsmenn tyrkneska skólakerfisins reknir. Þá hefur meira en 1.500 háskólakennurum verið skipað að víkja úr starfi. Meira en níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómarar hafa einnig verið reknir. Þá hafa meira en níu þúsund manns verið handteknir, sakaðir um aðild að uppreisninni, þar af um sex þúsund hermenn. Meðal hinna handteknu eru tveir herforingjar, þeir Akin Ozturk og Adem Hududi. Þá hafa stjórnvöld bannað að hermenn sem tóku þátt í uppreisninni og létu lífið í átökunum um helgina, fái trúarlega útför. Leiðtogar Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna hafa skorað á Erdogan forseta og stjórn hans að hafa áfram í hávegum bæði lýðræðið og réttarríkið þegar brugðist er við valdaránstilrauninni. Erdogan krefst þess hins vegar að Bandaríkin framselji Gülen hið fyrsta. Í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN segir hann vel koma til greina að dauðarefsing verði innleidd í Tyrklandi á ný. Gülen segist ekkert hafa vitað um þessa uppreisn og hefur fordæmt hana. Numan Kurtulmus aðstoðarforsætisráðherra segir innleiðingu dauðarefsingar að vísu ekki vera sérstaklega á dagskrá núna. Hins vegar muni þeir, sem tóku þátt í uppreisninni, fá hörðustu refsingu sem lög leyfa. Átökin kostuðu hátt í 300 manns lífið og nærri 1.500 særðust.Tengslin við Evrópusambandið1987 sótti Tyrkland formlega um aðild að Evrópusambandinu.1997 lýsti ESB því yfir að Tyrkland geti fengið aðild.2004 var dauðarefsing felld úr gildi í Tyrklandi, ekki síst vegna þrýstings frá ESB2005 hófust aðildarviðræður ESB við Tyrkland. Jafnframt lýsti ESB því yfir að engum kafla aðildarviðræðna verði lokað fyrr en Tyrkir hafi fallist á aðild Kýpur að ESB.2015 samdi ESB við Tyrkland um samstarf í málefnum flóttamanna, þannig að ESB greiði Tyrklandi milljónir evra en Tyrkir sjái til þess að halda straumi flóttafólks til Evrópu í skefjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45 Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00 Erdogan að færa Tyrkland í átt til einræðis Þúsundir kennara voru reknir í dag vegna meintra tengsla við misheppnað valdarán. 19. júlí 2016 19:13 Um 50 þúsund ýtt til hliðar eða fangelsaðir Hermenn, lögregluþjónar, dómarar, embættismenn og kennarar hafa lent í hreinsunum stjórnvalda í Tyrklandi. 19. júlí 2016 20:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Mikil hreinsunarherferð stendur nú yfir í Tyrklandi vegna valdaránstilraunar hersins um síðustu helgi. Allir sem taldir eru hafa tengsl við hreyfingu klerksins Fetúlla Gülen eru reknir úr starfi eða handteknir. „Við munum rífa þá upp með rótum til þess að engin leynileg hryðjuverkasamtök muni dirfast að svíkja okkar blessuðu þjóð aftur,“ sagði Binali Yildirim forsætisráðherra. Liðsmenn Gülen-hreyfingarinnar í Tyrklandi skipta milljónum, en leiðtogi hennar hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum síðan 1999. Liðsmenn hreyfingarinnar hafa verið óhræddir við að gagnrýna einræðistilburði Receps Tayyips Erdogan forseta á síðustu árum, meðal annars í áhrifamiklum fjölmiðlum sem hreyfing Gülens hefur haft á sínum snærum í Tyrklandi. Tugir sjónvarps- og útvarpsstöðva hafa verið sviptar útsendingarleyfi. Í gær voru meira en 15 þúsund kennarar og aðrir starfsmenn tyrkneska skólakerfisins reknir. Þá hefur meira en 1.500 háskólakennurum verið skipað að víkja úr starfi. Meira en níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómarar hafa einnig verið reknir. Þá hafa meira en níu þúsund manns verið handteknir, sakaðir um aðild að uppreisninni, þar af um sex þúsund hermenn. Meðal hinna handteknu eru tveir herforingjar, þeir Akin Ozturk og Adem Hududi. Þá hafa stjórnvöld bannað að hermenn sem tóku þátt í uppreisninni og létu lífið í átökunum um helgina, fái trúarlega útför. Leiðtogar Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna hafa skorað á Erdogan forseta og stjórn hans að hafa áfram í hávegum bæði lýðræðið og réttarríkið þegar brugðist er við valdaránstilrauninni. Erdogan krefst þess hins vegar að Bandaríkin framselji Gülen hið fyrsta. Í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN segir hann vel koma til greina að dauðarefsing verði innleidd í Tyrklandi á ný. Gülen segist ekkert hafa vitað um þessa uppreisn og hefur fordæmt hana. Numan Kurtulmus aðstoðarforsætisráðherra segir innleiðingu dauðarefsingar að vísu ekki vera sérstaklega á dagskrá núna. Hins vegar muni þeir, sem tóku þátt í uppreisninni, fá hörðustu refsingu sem lög leyfa. Átökin kostuðu hátt í 300 manns lífið og nærri 1.500 særðust.Tengslin við Evrópusambandið1987 sótti Tyrkland formlega um aðild að Evrópusambandinu.1997 lýsti ESB því yfir að Tyrkland geti fengið aðild.2004 var dauðarefsing felld úr gildi í Tyrklandi, ekki síst vegna þrýstings frá ESB2005 hófust aðildarviðræður ESB við Tyrkland. Jafnframt lýsti ESB því yfir að engum kafla aðildarviðræðna verði lokað fyrr en Tyrkir hafi fallist á aðild Kýpur að ESB.2015 samdi ESB við Tyrkland um samstarf í málefnum flóttamanna, þannig að ESB greiði Tyrklandi milljónir evra en Tyrkir sjái til þess að halda straumi flóttafólks til Evrópu í skefjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45 Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00 Erdogan að færa Tyrkland í átt til einræðis Þúsundir kennara voru reknir í dag vegna meintra tengsla við misheppnað valdarán. 19. júlí 2016 19:13 Um 50 þúsund ýtt til hliðar eða fangelsaðir Hermenn, lögregluþjónar, dómarar, embættismenn og kennarar hafa lent í hreinsunum stjórnvalda í Tyrklandi. 19. júlí 2016 20:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45
Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00
Erdogan að færa Tyrkland í átt til einræðis Þúsundir kennara voru reknir í dag vegna meintra tengsla við misheppnað valdarán. 19. júlí 2016 19:13
Um 50 þúsund ýtt til hliðar eða fangelsaðir Hermenn, lögregluþjónar, dómarar, embættismenn og kennarar hafa lent í hreinsunum stjórnvalda í Tyrklandi. 19. júlí 2016 20:00