Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. júlí 2016 07:00 Binali Yilderim, forsætisráðherra Tyrklands. vísir/epa Mikil hreinsunarherferð stendur nú yfir í Tyrklandi vegna valdaránstilraunar hersins um síðustu helgi. Allir sem taldir eru hafa tengsl við hreyfingu klerksins Fetúlla Gülen eru reknir úr starfi eða handteknir. „Við munum rífa þá upp með rótum til þess að engin leynileg hryðjuverkasamtök muni dirfast að svíkja okkar blessuðu þjóð aftur,“ sagði Binali Yildirim forsætisráðherra. Liðsmenn Gülen-hreyfingarinnar í Tyrklandi skipta milljónum, en leiðtogi hennar hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum síðan 1999. Liðsmenn hreyfingarinnar hafa verið óhræddir við að gagnrýna einræðistilburði Receps Tayyips Erdogan forseta á síðustu árum, meðal annars í áhrifamiklum fjölmiðlum sem hreyfing Gülens hefur haft á sínum snærum í Tyrklandi. Tugir sjónvarps- og útvarpsstöðva hafa verið sviptar útsendingarleyfi. Í gær voru meira en 15 þúsund kennarar og aðrir starfsmenn tyrkneska skólakerfisins reknir. Þá hefur meira en 1.500 háskólakennurum verið skipað að víkja úr starfi. Meira en níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómarar hafa einnig verið reknir. Þá hafa meira en níu þúsund manns verið handteknir, sakaðir um aðild að uppreisninni, þar af um sex þúsund hermenn. Meðal hinna handteknu eru tveir herforingjar, þeir Akin Ozturk og Adem Hududi. Þá hafa stjórnvöld bannað að hermenn sem tóku þátt í uppreisninni og létu lífið í átökunum um helgina, fái trúarlega útför. Leiðtogar Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna hafa skorað á Erdogan forseta og stjórn hans að hafa áfram í hávegum bæði lýðræðið og réttarríkið þegar brugðist er við valdaránstilrauninni. Erdogan krefst þess hins vegar að Bandaríkin framselji Gülen hið fyrsta. Í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN segir hann vel koma til greina að dauðarefsing verði innleidd í Tyrklandi á ný. Gülen segist ekkert hafa vitað um þessa uppreisn og hefur fordæmt hana. Numan Kurtulmus aðstoðarforsætisráðherra segir innleiðingu dauðarefsingar að vísu ekki vera sérstaklega á dagskrá núna. Hins vegar muni þeir, sem tóku þátt í uppreisninni, fá hörðustu refsingu sem lög leyfa. Átökin kostuðu hátt í 300 manns lífið og nærri 1.500 særðust.Tengslin við Evrópusambandið1987 sótti Tyrkland formlega um aðild að Evrópusambandinu.1997 lýsti ESB því yfir að Tyrkland geti fengið aðild.2004 var dauðarefsing felld úr gildi í Tyrklandi, ekki síst vegna þrýstings frá ESB2005 hófust aðildarviðræður ESB við Tyrkland. Jafnframt lýsti ESB því yfir að engum kafla aðildarviðræðna verði lokað fyrr en Tyrkir hafi fallist á aðild Kýpur að ESB.2015 samdi ESB við Tyrkland um samstarf í málefnum flóttamanna, þannig að ESB greiði Tyrklandi milljónir evra en Tyrkir sjái til þess að halda straumi flóttafólks til Evrópu í skefjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45 Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00 Erdogan að færa Tyrkland í átt til einræðis Þúsundir kennara voru reknir í dag vegna meintra tengsla við misheppnað valdarán. 19. júlí 2016 19:13 Um 50 þúsund ýtt til hliðar eða fangelsaðir Hermenn, lögregluþjónar, dómarar, embættismenn og kennarar hafa lent í hreinsunum stjórnvalda í Tyrklandi. 19. júlí 2016 20:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Mikil hreinsunarherferð stendur nú yfir í Tyrklandi vegna valdaránstilraunar hersins um síðustu helgi. Allir sem taldir eru hafa tengsl við hreyfingu klerksins Fetúlla Gülen eru reknir úr starfi eða handteknir. „Við munum rífa þá upp með rótum til þess að engin leynileg hryðjuverkasamtök muni dirfast að svíkja okkar blessuðu þjóð aftur,“ sagði Binali Yildirim forsætisráðherra. Liðsmenn Gülen-hreyfingarinnar í Tyrklandi skipta milljónum, en leiðtogi hennar hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum síðan 1999. Liðsmenn hreyfingarinnar hafa verið óhræddir við að gagnrýna einræðistilburði Receps Tayyips Erdogan forseta á síðustu árum, meðal annars í áhrifamiklum fjölmiðlum sem hreyfing Gülens hefur haft á sínum snærum í Tyrklandi. Tugir sjónvarps- og útvarpsstöðva hafa verið sviptar útsendingarleyfi. Í gær voru meira en 15 þúsund kennarar og aðrir starfsmenn tyrkneska skólakerfisins reknir. Þá hefur meira en 1.500 háskólakennurum verið skipað að víkja úr starfi. Meira en níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómarar hafa einnig verið reknir. Þá hafa meira en níu þúsund manns verið handteknir, sakaðir um aðild að uppreisninni, þar af um sex þúsund hermenn. Meðal hinna handteknu eru tveir herforingjar, þeir Akin Ozturk og Adem Hududi. Þá hafa stjórnvöld bannað að hermenn sem tóku þátt í uppreisninni og létu lífið í átökunum um helgina, fái trúarlega útför. Leiðtogar Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna hafa skorað á Erdogan forseta og stjórn hans að hafa áfram í hávegum bæði lýðræðið og réttarríkið þegar brugðist er við valdaránstilrauninni. Erdogan krefst þess hins vegar að Bandaríkin framselji Gülen hið fyrsta. Í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN segir hann vel koma til greina að dauðarefsing verði innleidd í Tyrklandi á ný. Gülen segist ekkert hafa vitað um þessa uppreisn og hefur fordæmt hana. Numan Kurtulmus aðstoðarforsætisráðherra segir innleiðingu dauðarefsingar að vísu ekki vera sérstaklega á dagskrá núna. Hins vegar muni þeir, sem tóku þátt í uppreisninni, fá hörðustu refsingu sem lög leyfa. Átökin kostuðu hátt í 300 manns lífið og nærri 1.500 særðust.Tengslin við Evrópusambandið1987 sótti Tyrkland formlega um aðild að Evrópusambandinu.1997 lýsti ESB því yfir að Tyrkland geti fengið aðild.2004 var dauðarefsing felld úr gildi í Tyrklandi, ekki síst vegna þrýstings frá ESB2005 hófust aðildarviðræður ESB við Tyrkland. Jafnframt lýsti ESB því yfir að engum kafla aðildarviðræðna verði lokað fyrr en Tyrkir hafi fallist á aðild Kýpur að ESB.2015 samdi ESB við Tyrkland um samstarf í málefnum flóttamanna, þannig að ESB greiði Tyrklandi milljónir evra en Tyrkir sjái til þess að halda straumi flóttafólks til Evrópu í skefjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45 Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00 Erdogan að færa Tyrkland í átt til einræðis Þúsundir kennara voru reknir í dag vegna meintra tengsla við misheppnað valdarán. 19. júlí 2016 19:13 Um 50 þúsund ýtt til hliðar eða fangelsaðir Hermenn, lögregluþjónar, dómarar, embættismenn og kennarar hafa lent í hreinsunum stjórnvalda í Tyrklandi. 19. júlí 2016 20:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45
Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00
Erdogan að færa Tyrkland í átt til einræðis Þúsundir kennara voru reknir í dag vegna meintra tengsla við misheppnað valdarán. 19. júlí 2016 19:13
Um 50 þúsund ýtt til hliðar eða fangelsaðir Hermenn, lögregluþjónar, dómarar, embættismenn og kennarar hafa lent í hreinsunum stjórnvalda í Tyrklandi. 19. júlí 2016 20:00