Enski boltinn

Ferdinand: Pogba að verða besti fótboltamaður í heimi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba á blaðamannafundi.
Pogba á blaðamannafundi. vísir/getty
Paul Pogba, dýrasti leikmaður heims, getur staðið undir verðmiðanum segir fyrrum samherji hans hjá Manchester United, Rio Ferdinand.

„Pogba er rosalegt efni og er með persónuleikann til þess að höndla verðmiðann," sagði Ferdinand í samtali við BBC fréttastofuna.

„Hann getur gert allt. Hann er enn að vinna í því að ná öllum sínum vopnum fram, en þegar hann nær því verður hann algjör skrímslaleikmaður."

Pogba gekk í raðir United árið 2009, en spilaði einungis sjö leiki fyrir félagið og kom hann alltaf inná sem varamaður. Hann fór svo árið 2012.

„Pogba sagði mér áður en hann fór að hann vildi verða besti leikmaður í heimi. Hann er á leiðinni að afreka það," sagði Ferdinand.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×