Enski boltinn

Stones til Man. City fyrir metfé

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stones í sínum síðasta leik með Everton sem var góðgerðarleikur Wayne Rooney.
Stones í sínum síðasta leik með Everton sem var góðgerðarleikur Wayne Rooney. vísir/getty
John Stones er orðinn næstdýrasti varnarmaður allra tíma eftir að Man. City keypti hann frá Everton.

Stones kostar 47,5 milljónir punda eða 7,4 milljarða íslenskra króna. Hann skrifaði undir sex ára samning við City.

City gerði mistök er nafn Stones kom frá á leikmannalista félagsins fyrir Meistaradeildina. Þá vissu allir hvað væri að gerast.

Forráðamenn City staðfestu svo kaupin í morgun. Stones er 22 ára gamall.

„Allt klárt og ég bíð spenntur eftir því að byrja hjá City. Hér er mikill metnaður með frábæran stjóra. Ég veit ég mun þurfa að berjast fyrir sæti mínu en ég er ákveðinn í að ná mínu besta fram og hjálpa liðinu að vinna titla,“ sagði Stones.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×