Fótbolti

De Boer að taka við hjá Inter

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úti er ævintýri. Mancini er farinn frá Inter í annað sinn.
Úti er ævintýri. Mancini er farinn frá Inter í annað sinn. vísir/getty
Internazionale er búið að losa sig við Roberto Mancini og Hollendingurinn Frank De Boer er að koma frá Ajax.

Staða Mancini hefur verið í óvissu síðustu misseri eftir að nýir eigendur tóku við félaginu. Inter tapaði 6-1 í æfingaleik gegn Tottenham á föstudag og það fór illa í kínversku eigendurna.

Í dag var svo tilkynnt að eigendurnir og Mancini hefðu komist að samkomulagi um að það væri best að Mancini hætti sem þjálfari.

De Boer fór frá Ajax fyrr í sumar og hafði verið orðaður við störf á Englandi. Hann vann fjóra Hollandsmeistaratitla í röð með Ajax en PSV hafði betur síðasta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×