Handbolti

Handbolti er besta ólympíuíþróttin sem þú hefur ekki hundsvit á

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson fagna á ÓL í Peking.
Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson fagna á ÓL í Peking. vísir/vilhelm
Handboltaáhuginn hefur verið að aukast í heiminum á undanförnum árum og líka hjá bandarískum fjölmiðlum.

Ísland á nú sinn þátt í því enda var það risafrétt um allan heim er Ísland fór í úrslit í Peking árið 2008. Langfámennasta þjóðin sem hefur komist í úrslitaleik í hópíþrótt á ÓL.

Vefritið líflega Deadspin hefur valið handbolta sem „bestu Ólympíuíþróttina sem fólk veit ekki rassgat um“ eins og þeir orða það smekklega.

„Bandaríkin hafa aldrei unnið gull í handbolta og ekki komist með lið á leikana síðan 1996 þannig að NBC mun ekki sýna mikið frá handboltanum. Það er synd því handbolti er skíturinn,“ skrifar Deadspin.

Með fréttinni fylgja síðan lágmarksupplýsingar um íþróttina og hlekkir á góð tilþrif. Svo er spurning hvort NBC bjóði Bandaríkjamönnum upp á einhvern handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×