Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Þróttur 2-1 | Jeppe tryggði KR-ingum stigin þrjú Kristinn Páll Teitsson á Alvogen-vellinum skrifar 3. ágúst 2016 22:30 KR-ingar unnu dýrmæt stig á heimavelli. Vísir/Eyþór KR-ingar unnu nauman 2-1 sigur á Þrótt í kvöld en með sigrinum náði KR að skilja sig frá botnbaráttu Pepsi-deildarinnar í bili. Þróttarar komust yfir á upphafsmínútum leiksins þegar Björgvin Stefánsson skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið eftir góðan undirbúning Dion Acoff. KR-ingar náðu að svara með tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks, Kennie Chopart og Jeppe Hansen skoruðu mörkin eftir darraðadans í teig gestanna. KR-ingar voru líklegri til að bæta við marki í seinni hálfleik en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið og lauk leiknum því með naumum sigri KR. Með sigrinum nær KR níu stiga forskoti á Þrótt og sjö stiga forskoti á Fylki á botni deildarinnar þegar þrettán umferðir eru búnar.Af hverju vann KR? KR-ingar voru ekki upp á sitt besta í dag en þrátt fyrir það tókst leikmönnum liðsins að kreista út sigur með tveimur mörkum á lokamínútum fyrri hálfleiks. Þróttarar voru búnir að verjast af krafti en eftir fyrirgjafir og vandræði í teig gestanna tókst KR-ingum að skora tvö góð mörk af stuttu færi. KR-ingar fengu færin til að bæta við marki í seinni hálfleik þegar Kennie og Jeppe ógnuðu af krafti en eftir fimmtán mínútur drógu KR-ingar sig aftar og hleyptu Þrótturum að óþörfu þrátt fyrir að hafa náð að halda út.Þessir stóðu upp úr Kennie Chopart var eins og oft áður í sumar besti leikmaður KR í sóknarleiknum. Ásamt því að skora jöfnunarmarkið fóru flestar sóknir liðsins í gegnum hann en sóknarleikurinn versnaði töluvert er hann var tekinn af velli. Indriði Sigurðsson í vörn KR átti nokkuð góðan leik og gáfu KR-ingar fá færi á sér eftir því sem leið á leikinn en fyrir framan miðverðina áttu Finnur Orri Margeirsson og Michael Præst góðan dag. Miðvarðarpar Þróttara getur verið sátt með leik sinn í dag en KR-ingar fengu varla færi úr opnum leik. Sást lítið til Jeppe lengst af en Morten Beck sást varla á þessum fimmtán mínútum sem hann fékk í dag.Hvað gekk illa? Þróttarar lögðu upp með að sækja á bakverðina með öskufljótum kantmönnum sínum á upphafsmínútunum og gekk það vel en eftir því sem leið á leikinn sá maður minna af því. Liðinu gekk illa að sækja eftir það en þrátt fyrir að hafa haldið vel aftur af sóknarliði KR voru sóknarlotur liðsins litlar sem engar. Þá áttu KR-ingar oft erfitt með mikilvægar sendingar í dag en oft voru leikmenn liðsins komnir í álitlegar stöður en sendingar liðsfélaga gerðu þeim erfitt fyrir.Hvað gerist næst? Þróttarar eiga erfiða leiki gegn Stjörnunni og Val á heimavelli ásamt leik gegn Blikum á útivelli framundan en nýliðarnir eru sjö stigum frá öruggu sæti þegar níu umferðir eru eftir. Liðið verður einfaldlega að fara að safna stigum en leikmenn liðsins geta reynt að byggja á varnarleik kvöldsins fyrir leikina sem framundan eru. KR-ingar eiga tvo gríðarlega erfiða útileiki framundan gegn FH og Stjörnunni en liðið verður að spila mun betur en í kvöld til þess að sækja eitthvað gegn liðunum í toppbaráttunni. Willum: Willum var feginn að hafa tekið stigin þrjú í kvöld.Vísir/eyþór„Það er léttir að taka stigin þrjú, Þróttararnir spiluðu vel í kvöld og við urðum að mínu mati of stressaðir eftir að hafa lent undir,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, sáttur að leikslokum í kvöld. „Tapið í síðasta leik sat kannski í mönnum en við náðum að snúa þessu okkur í hag í dag. Við spiluðum betur í síðasta leik en fengum ekkert en í dag náðum við að taka öll stigin.“ Willum sagðist hafa verið ósáttur með spilamennskuna í fyrri hálfleik. „Við fórum yfir það í hálfleik að við vorum ekki að spila nægilega vel. Sendingarnar voru ekki að ganga upp og við vorum ekki að spila okkar leik en við náðum aðeins að laga það í upphafi seinni hálfleiks þótt okkur hafi mistekist að setja þetta mikilvæga þriðja mark.“ Besti kafli KR-inga kom á upphafsmínútum seinni hálfleiks en líkt og oft áður í sumar reyndist það leikmönnum liðsins erfitt að koma boltanum í netið. „Það var góður kafli en við náðum ekki að klára sóknirnar. Mörkin munu koma en sem betur fer náðum við að setja tvö í fyrri hálfleik.“ Gregg: Sáu allir á vellinum að við áttum eitthvað skilið úr leiknum í kvöldGregg fylgist með sínum mönnum í Frostaskjólinu í kvöld.Vísir/Eyþór„Það er þreytandi að segja þetta leik eftir leik en við áttum eitthvað skilið út úr þessum leik,“ sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, svekktur eftir leikinn í kvöld. „Allir sem horfðu á leikinn í kvöld hljóta að vera sammála mér að við áttum ekki skilið að fara héðan stigalausir.“ Gregg gaf lítið fyrir að liðið hefði þó spilað vel á einum af erfiðustu útivöllum landsins. „Ég kem frá Englandi og mér gæti í raun ekki verið meira sama hvar við spilum. Við komum hingað til að taka þrjú stig og það var það sem við lögðum upp með fyrir leik,“ sagði Gregg og hélt áfram: „Það eru tíu mínútur sem við missum einbeitingu, ef við hefðum haldið einbeitingu undir lok fyrri hálfleiks hefðum við unnið þennan leik tel ég.“ Þróttarar eru nú sjö stigum frá öruggu sæti en þjálfarinn segist ekki vera tilbúinn að kasta inn hvíta handklæðinu. „Það er aðeins spurning um tíma hvenær hlutirnir fara að detta með okkur og við þurfum að halda áfram. Það er erfitt að tapa öllum þessum leikjum en ég veit að strákarnir geta betur og munu gera betur.“ Indriði: Það eru stigin sem skipta máli„Það var gríðarlega mikilvægt að klára þennan leik þótt þetta hafi ekki verið mjög fallegur sigur,“ sagði Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, hreinskilinn að leikslokum. „Við spiluðum ekki nægilega vel í þessum leik en við sýndum karakter og unnum okkur aftur inn í leikinn eftir að hafa lent undir.“ Indriða var létt að komast aftur á sigurbraut eftir tapið í síðustu umferð. „Það eru stigin sem skipta máli, við höfum oft verið mun betri aðilinn í sumar og ekki fengið nein stig. Það er ágætt að ná að snúa þessu við í dag.“ Indriði hrósaði mótherjum dagsins. „Þetta dugði til í dag en ég verð að hrósa Þrótturum. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir og náðu að refsa okkur í fyrri hálfleik. Ef að þeir halda áfram svona munu þeir ná að stríða öðrum liðum.“vísir/stefán Pepsi Max-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
KR-ingar unnu nauman 2-1 sigur á Þrótt í kvöld en með sigrinum náði KR að skilja sig frá botnbaráttu Pepsi-deildarinnar í bili. Þróttarar komust yfir á upphafsmínútum leiksins þegar Björgvin Stefánsson skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið eftir góðan undirbúning Dion Acoff. KR-ingar náðu að svara með tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks, Kennie Chopart og Jeppe Hansen skoruðu mörkin eftir darraðadans í teig gestanna. KR-ingar voru líklegri til að bæta við marki í seinni hálfleik en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið og lauk leiknum því með naumum sigri KR. Með sigrinum nær KR níu stiga forskoti á Þrótt og sjö stiga forskoti á Fylki á botni deildarinnar þegar þrettán umferðir eru búnar.Af hverju vann KR? KR-ingar voru ekki upp á sitt besta í dag en þrátt fyrir það tókst leikmönnum liðsins að kreista út sigur með tveimur mörkum á lokamínútum fyrri hálfleiks. Þróttarar voru búnir að verjast af krafti en eftir fyrirgjafir og vandræði í teig gestanna tókst KR-ingum að skora tvö góð mörk af stuttu færi. KR-ingar fengu færin til að bæta við marki í seinni hálfleik þegar Kennie og Jeppe ógnuðu af krafti en eftir fimmtán mínútur drógu KR-ingar sig aftar og hleyptu Þrótturum að óþörfu þrátt fyrir að hafa náð að halda út.Þessir stóðu upp úr Kennie Chopart var eins og oft áður í sumar besti leikmaður KR í sóknarleiknum. Ásamt því að skora jöfnunarmarkið fóru flestar sóknir liðsins í gegnum hann en sóknarleikurinn versnaði töluvert er hann var tekinn af velli. Indriði Sigurðsson í vörn KR átti nokkuð góðan leik og gáfu KR-ingar fá færi á sér eftir því sem leið á leikinn en fyrir framan miðverðina áttu Finnur Orri Margeirsson og Michael Præst góðan dag. Miðvarðarpar Þróttara getur verið sátt með leik sinn í dag en KR-ingar fengu varla færi úr opnum leik. Sást lítið til Jeppe lengst af en Morten Beck sást varla á þessum fimmtán mínútum sem hann fékk í dag.Hvað gekk illa? Þróttarar lögðu upp með að sækja á bakverðina með öskufljótum kantmönnum sínum á upphafsmínútunum og gekk það vel en eftir því sem leið á leikinn sá maður minna af því. Liðinu gekk illa að sækja eftir það en þrátt fyrir að hafa haldið vel aftur af sóknarliði KR voru sóknarlotur liðsins litlar sem engar. Þá áttu KR-ingar oft erfitt með mikilvægar sendingar í dag en oft voru leikmenn liðsins komnir í álitlegar stöður en sendingar liðsfélaga gerðu þeim erfitt fyrir.Hvað gerist næst? Þróttarar eiga erfiða leiki gegn Stjörnunni og Val á heimavelli ásamt leik gegn Blikum á útivelli framundan en nýliðarnir eru sjö stigum frá öruggu sæti þegar níu umferðir eru eftir. Liðið verður einfaldlega að fara að safna stigum en leikmenn liðsins geta reynt að byggja á varnarleik kvöldsins fyrir leikina sem framundan eru. KR-ingar eiga tvo gríðarlega erfiða útileiki framundan gegn FH og Stjörnunni en liðið verður að spila mun betur en í kvöld til þess að sækja eitthvað gegn liðunum í toppbaráttunni. Willum: Willum var feginn að hafa tekið stigin þrjú í kvöld.Vísir/eyþór„Það er léttir að taka stigin þrjú, Þróttararnir spiluðu vel í kvöld og við urðum að mínu mati of stressaðir eftir að hafa lent undir,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, sáttur að leikslokum í kvöld. „Tapið í síðasta leik sat kannski í mönnum en við náðum að snúa þessu okkur í hag í dag. Við spiluðum betur í síðasta leik en fengum ekkert en í dag náðum við að taka öll stigin.“ Willum sagðist hafa verið ósáttur með spilamennskuna í fyrri hálfleik. „Við fórum yfir það í hálfleik að við vorum ekki að spila nægilega vel. Sendingarnar voru ekki að ganga upp og við vorum ekki að spila okkar leik en við náðum aðeins að laga það í upphafi seinni hálfleiks þótt okkur hafi mistekist að setja þetta mikilvæga þriðja mark.“ Besti kafli KR-inga kom á upphafsmínútum seinni hálfleiks en líkt og oft áður í sumar reyndist það leikmönnum liðsins erfitt að koma boltanum í netið. „Það var góður kafli en við náðum ekki að klára sóknirnar. Mörkin munu koma en sem betur fer náðum við að setja tvö í fyrri hálfleik.“ Gregg: Sáu allir á vellinum að við áttum eitthvað skilið úr leiknum í kvöldGregg fylgist með sínum mönnum í Frostaskjólinu í kvöld.Vísir/Eyþór„Það er þreytandi að segja þetta leik eftir leik en við áttum eitthvað skilið út úr þessum leik,“ sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, svekktur eftir leikinn í kvöld. „Allir sem horfðu á leikinn í kvöld hljóta að vera sammála mér að við áttum ekki skilið að fara héðan stigalausir.“ Gregg gaf lítið fyrir að liðið hefði þó spilað vel á einum af erfiðustu útivöllum landsins. „Ég kem frá Englandi og mér gæti í raun ekki verið meira sama hvar við spilum. Við komum hingað til að taka þrjú stig og það var það sem við lögðum upp með fyrir leik,“ sagði Gregg og hélt áfram: „Það eru tíu mínútur sem við missum einbeitingu, ef við hefðum haldið einbeitingu undir lok fyrri hálfleiks hefðum við unnið þennan leik tel ég.“ Þróttarar eru nú sjö stigum frá öruggu sæti en þjálfarinn segist ekki vera tilbúinn að kasta inn hvíta handklæðinu. „Það er aðeins spurning um tíma hvenær hlutirnir fara að detta með okkur og við þurfum að halda áfram. Það er erfitt að tapa öllum þessum leikjum en ég veit að strákarnir geta betur og munu gera betur.“ Indriði: Það eru stigin sem skipta máli„Það var gríðarlega mikilvægt að klára þennan leik þótt þetta hafi ekki verið mjög fallegur sigur,“ sagði Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, hreinskilinn að leikslokum. „Við spiluðum ekki nægilega vel í þessum leik en við sýndum karakter og unnum okkur aftur inn í leikinn eftir að hafa lent undir.“ Indriða var létt að komast aftur á sigurbraut eftir tapið í síðustu umferð. „Það eru stigin sem skipta máli, við höfum oft verið mun betri aðilinn í sumar og ekki fengið nein stig. Það er ágætt að ná að snúa þessu við í dag.“ Indriði hrósaði mótherjum dagsins. „Þetta dugði til í dag en ég verð að hrósa Þrótturum. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir og náðu að refsa okkur í fyrri hálfleik. Ef að þeir halda áfram svona munu þeir ná að stríða öðrum liðum.“vísir/stefán
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira