Enski boltinn

Kaupir Moyes Fellaini í þriðja sinn?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fellaini var annar af tveimur leikmönnum sem Moyes keypti til United.
Fellaini var annar af tveimur leikmönnum sem Moyes keypti til United. vísir/getty
David Moyes, nýráðinn knattspyrnustjóri Sunderland, hefur áhuga á að endurnýja kynnin við Belgana Maraoune Fellaini og Adnan Januzaj, leikmenn Manchester United.

Moyes keypti Fellaini til Everton og svo aftur til United þegar hann tók við af Sir Alex Ferguson. Januzaj steig svo sín fyrstu skref í aðalliði United undir stjórn Moyes.

„Þetta eru frábærir leikmenn,“ sagði Moyes þegar hann var kynntur til leiks hjá Sunderland í dag.

„Við höfum áhuga á þeim eins og fleiri lið. Við höfum áhuga á mörgum góðum leikmönnum en við verðum að vera raunsæir. Við getum fengið suma leikmenn til okkar en ekki aðra,“ bætti Skotinn við en hann tók við stjórastarfinu hjá Sunderland af Sam Allardyce, nýjum landsliðsþjálfara Englands.

Talið er víst að Januzaj sé á förum frá United og hann verði annað hvort lánaður eða seldur.

Fellaini kom inn á sem varamaður og skoraði í 5-2 sigri United á Galatasary á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×