Enski boltinn

Guardiola byrjar vel á Englandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Manchester City er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 4-1 sigur á Stoke á Bet365-leikvanginum í dag.

Sergio Aguero kom City yfir með marki af vítapunktinum á 27. mínútu eftir að Ryan Shawcross reyndist brotlegur eftir hornspyrnu.

Auger var after á ferðinni níu mínútum síðar þegar hann tvöfaldaði forystuna með skalla eftir aukaspyrnu Kevin de Bruyne, en þannig stóðu leikar í hálfleik.

Mike Dean, dómari leiksins, var ekki hættur að dæma vítaspyrnur því á fjórðu mínútu síðari hálfleiksins benti hann aftur á punktinn þegar Raheem Sterling braut á Ryan Shawcross, einnig eftir hornspyrnu.

Bojan Krkic steig á punkten og skoraði, en varamaðurinn Nolito, innsiglaði sigur City, fjórum mínútum fyrir leikslok með sínu fyrsta marki í ensku úrvalsdeildinni, en hann kom frá Celta Vigo í sumar.

Hann var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma, en Nolito og Raheem Sterling sluppu einir í gegn og eftirleikurinn varð auðveldur.

City er því með sex stig eftir leikina tvo, en Stoke er með eitt stig eftir leikina tvo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×