Enski boltinn

Benteke á leið á Selhurst Park

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benteke var ekki inni í framtíðaráætlunum Jürgens Klopp hjá Liverpool.
Benteke var ekki inni í framtíðaráætlunum Jürgens Klopp hjá Liverpool. vísir/getty
Crystal Palace hefur náð samkomulagi við Liverpool um kaup á belgíska framherjanum Christian Benteke.

Talið er að Benteke muni kosta Palace um 30 milljónir punda sem gera hann að langdýrasta leikmanni í sögu félagsins.

Benteke er nú leið til London þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun og semja um kaup og kjör við Palace.

Benteke var aðeins eitt tímabil í herbúðum Liverpool en félagið keypti hann af Aston Villa fyrir 32,5 milljónir punda síðasta sumar. Benteke skoraði 10 mörk í 42 leikjum fyrir Liverpool.

Palace tapaði sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni fyrir West Brom. Næsti leikur liðsins er gegn Tottenham á útivelli á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×