Enski boltinn

Aron Einar kom inn í byrjunarliðið og Cardiff vann sinn fyrsta sigur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar lék allan leikinn á miðjunni.
Aron Einar lék allan leikinn á miðjunni. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Cardiff City í B-deildinni á tímabilinu þegar liðið lagði Blackburn Rovers að velli, 2-1, í kvöld.

Aron Einar var ónotaður varamaður í fyrstu tveimur deildarleikjum Cardiff en Paul Trollope, knattspyrnustjóri liðsins, ákvað að veðja á landsliðsfyrirliðann í dag og það bar árangur.

Það er óhætt að segja að Shane Duffy, varnarmaður Blackburn, hafi átt betri daga en hann skoraði bæði mörkin fyrir Cardiff í kvöld. Ekki nóg með það heldur fékk hann að líta rauða spjaldið í uppbótartíma.

Þetta var fyrsti sigur Cardiff í B-deildinni á tímabilinu en liðið er með fjögur stig í 14. sæti.

Lærisveinar Rafa Benítez lönduðu loks sínum fyrsta sigri þegar þeir unnu 4-1 sigur á Reading á heimavelli. Dwight Gayle skoraði tvö mörk fyrir Newcastle og þeir Isaac Hayden og Matt Ritchie (víti) sitt markið hvor.

Þá vann Barnsley 3-2 sigur á QPR í hörkuleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×