Enski boltinn

Sjáðu öll ellefu mörk gærdagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tveir fjörugir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær en þá unnu Manchester United og Liverpool sigra í leikjum sínum.

Manchester United hafði betur gegn Bournemouth á útivelli, 3-1, þar sem Zlatan Ibrahimovic var á skotskónum í fyrsta deildarleik sínum með United.

Þá vann Liverpool ótrúlegan 4-3 útisigur á Arsenal í stórleik helgarinnar eftir að hafa lent undir í leiknum.

Samantektir úr öllum leikjum ensku úrvalsdeildarinnar má finna á Vísi en hér fyrir ofan má sjá samantekt úr báðum leikjum gærdagsins. Hér fyrir neðan eru samantektir stakra leikja.

Fyrstu umferðinni lýkur með leik Chelsea og West Ham á Stöð 2 Sport klukkan 18.50 og fyrsti þáttur Messunnar á nýju tímabili er á sömu rás klukkan 22.00 í kvöld.

Sunnudagur:

Bournemouth - Manchester United 1-3

Arsenal - Liverpool 3-4



Laugardagur:

Samantekt frá öllum leikjum

Hull - Leicester 2-1

Southampton - Watford 1-1

Burnley - Swansea 0-1

Crystal Palace - West Brom 0-1

Everton - Tottenham 1-1

Middlesbrough - Stoke 1-1

Manchester City - Sunderland 2-1



Samantektir úr öllum leikjum ensku úrvalsdeildarinnar má finna á Vísi en hér fyrir ofan má sjá samantekt úr báðum leikjum gæ


Tengdar fréttir

Gylfi hafði betur í Íslendingaslagnum

Leroy Fer skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Swansea á Burnley í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en Gylfi og Jóhann Berg komu báðir inn af bekknum í seinni hálfleik.

Titilvörnin hófst með tapi gegn nýliðunum

Titilvörn Leicester-manna hófst með óvæntu tapi gegn nýliðunum í Hull í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar en Robert Snodgrass skoraði sigurmark Hull með laglegu skoti.

Jafnt í fyrsta leik Koeman

Everton og Tottenham skyldu jöfn í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en eftir að Ross Barkley kom Everton yfir náði Erik Lamela að bjarga stigi fyrir Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×