Enski boltinn

Jón Daði fékk hátíðlegar móttökur í fyrsta heimaleiknum | Myndir

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jón Daði hefur slegið í gegn en hann tók víkingaklappið með stuðningsmönnum eftir fyrsta leik.
Jón Daði hefur slegið í gegn en hann tók víkingaklappið með stuðningsmönnum eftir fyrsta leik. Vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson varð á dögunum þúsundasti leikmaðurinn sem leikur deildarleik með Wolves í ensku deildarkeppninni en hann fékk sérstaka treyju afhenta fyrir fyrsta heimaleikinn í dag í tilefni þess.

Jón Daði sem gekk til liðs við þetta sögufræga félag á dögunum skoraði mark í fyrsta leik sínum með félaginu og lék allar nítíu mínúturnar í 2-0 sigri í dag.

Fyrir leikinn í dag fékk hann afhenta sérstaka treyju sem búið var að ramma inn og merkja Böðvarsson og 1000 á en myndir frá þessu má sjá hér fyrir neðan.

Jón Daði með treyjuna fyrir leik: Betri mynd af treyjunni:

Tengdar fréttir

Dramatískur sigur hjá Herði og félögum

Hörður Björgvin lék allar 90. mínútur leiksins í dramatískum 2-1 sigri á Burton í ensku Championship-deildinni í dag en sigurmark leiksins kom á 94. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×