Enski boltinn

Krasnodar hafnaði tilboði í Ragnar frá Englandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Verður Raggi liðsfélagi eða mótherji Payet á þessu tímabili?
Verður Raggi liðsfélagi eða mótherji Payet á þessu tímabili? Vísir/Getty
Rússneska félagið Krasnodar hafnaði á dögunum tilboði í Ragnar Sigurðsson, miðvörð íslenska landsliðsins en Ragnar greindi frá því í samtali við mbl.is að tilboðið kom frá Englandi.

Ragnar sem á tvö ár eftir af samningi sínum í Rússlandi er eftirsóttur af liðum víðsvegar um Evrópu en frammistaða hans á Evrópumótinu vakti athygli liða meðal annars úr ensku úrvalsdeildinni.

Ragnar hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að spila í ensku úrvalsdeildinni einn daginn en hann var meðal annars orðaður við Leicester, Swansea, Everton og Tottenham í sumar.

„Ég veit að það kom tilboð í mig frá Englandi og að Krasnodar hafnaði tilboðinu. Það hefur verið draumur hjá mér að spila á Englandi og ég er bjartsýnn á að það finnist lausn á þessu máli,“ sagði Ragnar við mbl.is í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×