Enski boltinn

Tíu leikmenn Watford héldu út gegn Southampton | Öll úrslit dagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Watford náði stigi gegn Southampton á útivelli þrátt fyrir að leika seinustu fimmtán mínútur leiksins manni færri eftir að Ben Watson var vísað af velli.

Etienne Capoue kom Watford nokkuð óvænt yfir á 9. mínútu leiksins eftir undirbúning Troy Deeney og leiddi Watford í hálfleik 1-0.

Nathan Redmond jafnaði metin á 58. mínútu leiksins þegar boltinn féll fyrir fætur hans í vítateig Watford eftir misheppnað úthlaup Heurelho Gomes.

Ben Watson var vísað af velli korteri fyrir leikslok er hann stöðvaði Shane Long sem var við það að sleppa í gegn en  þrátt fyrir að vera manni færri náðu leikmenn Watford að halda út og taka stig á erfiðum útivelli.

Í Middlesborough fengu nýliðarnir stig í fyrsta heimaleik tímabilsins gegn Stoke en Xerdan Shaqiri jafnaði metin fyrir Stoke eftir að Alvaro Negredo kom Boro yfir.

Það tók Negredo aðeins níu mínútur að skora fyrsta mark sitt í vetur en Shaqiri náði að jafna metin með snyrtilegri aukaspyrnu í seinni hálfleik.

Að lokum sóttu lærisveinar Tony Pulis þrjú stig á hans gamla heimavöll í 1-0 sigri W.B.A á Selhurst Park. Eina mark leiksins skoraði Solomon Rondon stuttu fyrir leikslok.

Úrslit dagsins:

Hull - Leicester 2-1

Southampton - Watford 1-1

Burnley - Swansea 0-1

Crystal Palace - West Brom 0-1

Everton - Tottenham 1-1

Middlesbrough - Stoke 1-1

Manchester City - Sunderland 2-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×