Enski boltinn

Zlatan: Ég er ekki hrokafullur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zlatan fagnar sigurmarki sínu í leiknum um Samfélagsskjöldinn.
Zlatan fagnar sigurmarki sínu í leiknum um Samfélagsskjöldinn. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic á eftir að verða mikið í sviðsljósinu í enska boltanum í vetur með Man. Utd.

Svíinn er skrautlegur innan sem utan vallar. Sparar ekki stóru orðin eins og þegar hann sagði að það væri ekki þess virði að horfa á HM þar sem hann væri ekki með.

Svíinn segir það þó vera rangt að hann sé hrokagikkur. Hann segist vera fjölskyldumaður með mikið sjálfstraust.

„Ég er venjulegur maður. Fólk hefur þá ímynd af mér að ég sé óþekkur strákur. Fólk er forvitið um mig. Spyr oft: Hvernig er Zlatan?“ sagði Zlatan í viðtali við Sky.

„Ég er fjölskyldumaður og hugsa um mína fjölskyldu en þegar ég mæti á völlinn þá er ég ljón. Þarna er mikill munur. Ég er ekki á því að ég sé hrokafullur. Ég hef mikið sjálfstraust og trúi á sjálfan mig. Það er ekki hroki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×