Leggja til breytingar til sátta á lagafrumvarpi um búvörulög Sveinn Arnarsson skrifar 10. ágúst 2016 07:00 Þing kemur saman í næstu viku. vísir/vilhelm Nefndir Alþingis koma saman í dag eftir stutt sumarleyfi en næstu dagar fara í undirbúning undir þingfundi í næstu viku. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir að kynntar verði breytingar á búvörusamningunum á fundi nefndarinnar síðdegis.vísir/vilhelm „Unnið hefur verið að breytingum á málinu í allt sumar og við vonum að þær breytingar verði til þess að víðtækari sátt náist en þegar samningarnir voru undirritaðir í vor. Þær breytingar munum við kynna fyrir nefndarmönnum og vonandi náum við að afgreiða málið fljótt og örugglega úr nefndinni,“ segir Jón. Nokkuð hefur verið deilt á nýgerða búvörusamninga en þeir þurfa að fá samþykki þingsins á þeim tíma sem eftir lifir fram að kosningum. Bæði hafa heyrst gagnrýnisraddir úr stjórnarandstöðunni og einnig hafa heyrst óánægjuraddir innan þingflokks sjálfstæðismanna.Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar Þá er deilt um fleiri mál. Katrín Júlíusdóttir, fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, undrast að samgönguáætlun skuli ekki verða rædd á fyrsta degi nefndarinnar. „Þetta er ekki innihaldsrík fundardagskrá hjá okkur, það verður að segjast,“ segir hún. „Nú er svo komið að hið opinbera hefur ekki verið með gilda samgönguáætlun allt þetta kjörtímabil. Svo virðist sem formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins séu ekki sammála um mikilvægi samgöngumála því drög að samgönguáætlun sem innanríkisráðherra hefur lagt fram hljóðar upp á mun hærri upphæðir en eru í fjármálaáætlun formanns flokksins,“ segir Katrín. Ljóst er að ef ganga á til kosninga í lok október þarf að halda vel á spöðunum. Boðað hefur verið nýtt frumvarp sem draga á úr vægi verðtryggingar. Það frumvarp hefur ekki birst opinberlega og mun líklega verða mikið rætt í þinginu verði það lagt fram. Katrín Júlíusdóttir segir þing þurfa að klárast í ágústmánuði og ef vilji sé fyrir því innan stjórnarflokkanna geti það auðveldlega gerst. „Við sáum það í byrjun sumars að þingið getur unnið hratt og örugglega ef vilji er fyrir því innan stjórnarflokkanna. Því gætum við unnið fljótt í um þrjár vikur og klárað fyrir lok ágúst og boðað þá til kosninga,“ segir Katrín. Birt var uppfærð starfsáætlun þingsins á vef Alþingis í gær, en í henni er gert ráð fyrir nefndafundum 10. til 12. ágúst og þingfundum frá 15. ágúst til 2. september.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Nefndir Alþingis koma saman í dag eftir stutt sumarleyfi en næstu dagar fara í undirbúning undir þingfundi í næstu viku. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir að kynntar verði breytingar á búvörusamningunum á fundi nefndarinnar síðdegis.vísir/vilhelm „Unnið hefur verið að breytingum á málinu í allt sumar og við vonum að þær breytingar verði til þess að víðtækari sátt náist en þegar samningarnir voru undirritaðir í vor. Þær breytingar munum við kynna fyrir nefndarmönnum og vonandi náum við að afgreiða málið fljótt og örugglega úr nefndinni,“ segir Jón. Nokkuð hefur verið deilt á nýgerða búvörusamninga en þeir þurfa að fá samþykki þingsins á þeim tíma sem eftir lifir fram að kosningum. Bæði hafa heyrst gagnrýnisraddir úr stjórnarandstöðunni og einnig hafa heyrst óánægjuraddir innan þingflokks sjálfstæðismanna.Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar Þá er deilt um fleiri mál. Katrín Júlíusdóttir, fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, undrast að samgönguáætlun skuli ekki verða rædd á fyrsta degi nefndarinnar. „Þetta er ekki innihaldsrík fundardagskrá hjá okkur, það verður að segjast,“ segir hún. „Nú er svo komið að hið opinbera hefur ekki verið með gilda samgönguáætlun allt þetta kjörtímabil. Svo virðist sem formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins séu ekki sammála um mikilvægi samgöngumála því drög að samgönguáætlun sem innanríkisráðherra hefur lagt fram hljóðar upp á mun hærri upphæðir en eru í fjármálaáætlun formanns flokksins,“ segir Katrín. Ljóst er að ef ganga á til kosninga í lok október þarf að halda vel á spöðunum. Boðað hefur verið nýtt frumvarp sem draga á úr vægi verðtryggingar. Það frumvarp hefur ekki birst opinberlega og mun líklega verða mikið rætt í þinginu verði það lagt fram. Katrín Júlíusdóttir segir þing þurfa að klárast í ágústmánuði og ef vilji sé fyrir því innan stjórnarflokkanna geti það auðveldlega gerst. „Við sáum það í byrjun sumars að þingið getur unnið hratt og örugglega ef vilji er fyrir því innan stjórnarflokkanna. Því gætum við unnið fljótt í um þrjár vikur og klárað fyrir lok ágúst og boðað þá til kosninga,“ segir Katrín. Birt var uppfærð starfsáætlun þingsins á vef Alþingis í gær, en í henni er gert ráð fyrir nefndafundum 10. til 12. ágúst og þingfundum frá 15. ágúst til 2. september.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira