Lífið

Ungt par úthúðar Íslandi í kveðjumyndbandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér er ekkert verið að skafa af hlutunum.
Hér er ekkert verið að skafa af hlutunum. vísir
„Við erum ungt par sem er að fara að flytja til Danmerkur á morgun. Aðalástæðan er ástandið í landinu og hversu erfitt það er fyrir ungt fólk að koma undir sig fótunum,“ segja parið Halla og Stefán sem tóku saman myndband af hlutum sem þau eiga ekki eftir að sakna.

„Myndbandið byrjar á léttu nótunum en endar á því sem skiptir mestu máli,“ segja þau í myndbandinu og hefja því næst upptalningu á öllu því sem gerir Ísland vart byggilegt í þeirra augum.

Máli sínu til stuðnings nefna þau hina óbilgjörnu veðráttu landsins sem löngum hefur strítt landanum. Það er nánast daglegt brauð að Íslendingar geti fylgst með „lægðinni nálgast í beinni“ og oftar en ekki rata íslensk óveður í erlenda fjölmiðla. 

Þá segja þau einnig að erfitt sé að festa svefn á Íslandi sökum þess hversu bjart er hér á sumrin. Þá er einnig ómögulegt að koma sér fram úr á morgnanna í ljósi þess hversu dimmt er hér á veturna. 

Þá fær Ríkisútvarpið einnig að kenna á því í myndbandinu sem þau segja ekkert annað en „endursýningar og leiðinlegir þættir.“

Hér að neðan má sjá skilaboðin sem þau Halla og Stefán vilja senda stjórnvöldum og íslensku samfélagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×